Það voru aldeilis móttökur sem strákurinn fékk á Gardermoen á sunnudagskvöldið. Þeir fengu líka létt sjokk forsvarsmenn flugvallarins þegar Rybak bauð fólki í beinni útsendingu að taka á móti sér á flugvellinum og öll öryggisgæsla var hert til muna. Ekki veitti af því um 1000 skrækjandi aðdáendur voru mættir og komnir í biðstöðu löngu áður en vélin lenti og sumir komnir langt að.
Móttökurnar á flugvellinum urðu til þess að skipuleggendur bæjarhátíðarinnar hér í Lilleström verða að enduskipuleggja planið því Rybak átti að syngja á torginu í miðbænum 20.júní. Hátíðin er árleg, algjör menningarveisla með fullt af skemmtilegum uppákomum og búið var að plana komu Rybak fyrir mörgum mánuðum. En nú verða menn að finna öruggari stað fyrir strákinn og hefur íþróttahúsið m.a. verið nefnt. Við Bryndís munum alla vegana athuga hvort það verði pláss fyrir okkur á áhorfendapöllunum. Ekki spurning þegar íþróttahúsið er í göngufæri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli