fimmtudagur, 28. maí 2009

Hollt kryddbrauð

Hrund fann þessa uppskrift um daginn að kryddbrauði og gerði hana svolítið hollari með því að nota mjög fínmalað heilhveiti í hana í stað spelts. Amk nógu holla til að hún varð gjaldgeng með skólanestinu hennar Bryndísar. Okkur Bryndísi finnst hún best eintóm en Hrund og Kolbrúnu fannst hún líka koma vel út með smjöri og osti.
En hér kemur uppskriftin:

6 dl heilhveiti (mjög fínmalað)
6 dl haframjöl
2 dl hrásykur
5 dl léttmjólk
4 tsk sódaduft (natron)
1 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull

Blanda saman, setja í tvö form og baka við 175 gráður í 1 klst.

Engin ummæli: