sunnudagur, 17. maí 2009

Norge i Rødt, Hvitt og Blått

Hvor hen du går i li og fjell, en vinterdag,
en sommerkveld ved fjord og fossevell,
fra eng og mo med furutrær, fra havets
bryn med fiskevær og til de hvite skjær,
møter du landet i trefarvet drakt
svøpt i et gjenskinn av flaggets farveprakt.
Se en hvitstammet bjerk opp i heien
rammer stripen av blåklokker inn
mot den rødmalte stuen ved veien,
det er flagget som vaier i vind.
Ja, så hvit som det hvite er sneen,
og det røde har kveldssolen fått,
og det blå gav sin farve til breen,
det er Norge i rødt, hvitt og blått.


Já, það var mikil hamingja hjá norðmönnum í dag og skemmtilegt að sigurinn í Eurovision skyldi renna saman við þjóðhátíðardaginn þeirra.
Veðrið var líka frábært, 17 gráður og sól og það var svo til allur bærinn úti við í dag. Allt annað en fyrir ári síðan þegar norðmenn fengu versta 17 mai veður í 50 ára sögu landsins.

Dagurinn var hefðbundinn og það var mæting hjá okkur Bryndísi kl 9:30 út í Vigernes skóla. Þar fann hver nemandi sinn bekk og hver bekkur var með sinn bekkjarfána eins og venjulega. Gangan hófst kl 10 og það var þrammað niður í miðbæ, þar sem Volla barnaskólinn bættist í gönguna og Kjellervolla ungdomsskole. Svo fóru allir skólarnir annan hring um bæinn og m.a fram hjá elliheimilinu svo heimilismenn þar gætu horft á gönguna. Við Kolbrún létum hins vegar fara vel um okkur á torginu í miðbænum á meðan, vitandi að gangan myndi aftur enda þar.


Klukkan tvö héldu hátíðahöldin áfram út í Vigernesskóla og með ýmsum heimatilbúnum leikjum, þrautum og veitingasölu. Bryndís tók þátt í þrautunum eins og venjulega og þar sem foreldrar í 5-C (Bryndísar bekkur) átti að sjá um veitingasöluna í þetta skiptið, þá kom það í minn hlut ásamt fleirum að afgreiða pylsur, gos, ís og kökur.

Hrund byrjaði daginn eldsnemma og var farin út kl 7:30 þar sem hún var boðin í morgunverð til skólasystur sinnar. 17. mai er nefnilega dagurinn sem sem russetímabilinu lýkur með "russelest" (bæði bílar og gangandi) útskriftarnema allra skólanna í Lilleström og næstu nágrannabæjum. Sem sagt síðasti dagurinn sem Hrund þarf að vera í russebuxunum og síðasti sjens hjá Bryndísi að næla sér í russekort.

Engin ummæli: