Við Bryndís fórum í langa göngu í gær, þar sem hún vildi sýna mér svæði sem hún fór á með skólanum í vikunni og úr varð 3ja klst löng ganga. Inngangurinn inn á þetta svæði er mjög vel falinn og ég er oft búin að labba þarna fram hjá en aldrei tekið eftir honum.
Svæðið heitir Holmen Naturreservat og er verndað skógarsvæði, þannig að hvorki má planta nýjum plöntum eða trjám eða tína eða höggva neitt, eða flytja burtu. Svo við mæðgurnar stikluðum yfir ótal fallna og morknaða trjáboli, og ruddumst í gegnum kóngulóarvefi og ský af mýflugum (og ég slapp með bara eitt bit) og eftir ca hálftíma vorum við komnar út á akur.
föstudagur, 22. maí 2009
Holmen Naturreservat
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli