Enn og aftur komin Eurovision eða Melodi Grand Prix eins og norðmenn kalla keppnina. Og í ár binda norðmenn miklar vonir við það að vinna út á Alexander Rybak sem fluttist til Noregs frá Hvíta Rússlandi nokkurra ára gamall. Ég sá reyndar þátt í gærkvöldi með honum og Elisabetu Andreason úr Bobbysocks, þar sem hún söng norsk og sænsk þjóðlög og Alexander spilaði undir á fiðluna. Rosalega flott hjá þeim.
En við í familien Ólafsdóttir munum að sjálfsögðu nota tækifærið og kjósa Jóhönnu Guðrúnu í kvöld. Og vonumst um leið til að lesendur bloggsins muni gefa von "okkar norðmanna" sitt atkvæði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli