laugardagur, 30. maí 2009
Kjærlighetsvisa
Það var engin upptaka frá þessum tónleikum inn á youtube en ég fann þó aðra upptöku af lokalaginu.
Og fyrir þá sem vilja spreyta sig á norskunni með Bodø dialekt, þá er textinn hér:
Når sommardagen ligg utover landet
Og du og æ har funne oss ei strand
Og fire kalde pils ligge nedi vannet
Og vi er brun og fin og hand i hand
Når vi har prata om ei bok vi lika
Og alt e bra og ikkje te å tru
Ingen e så god som du, da
Ingen e så god som du
Når høsten finns og hverdagslivet venta
Og fuglan tar te vett og flyr mot sør
Og vi får slit me regninga og renta
Og meininga førsvinn i det vi gjør
Når vi må over mang en liten avgrunn
Og ofte på ei falleferdig bru
Ingen e så god som du, da
Ingen e så god som du
Men av og te når tegnan blir førr tydlig
Og dæm som sitt med makta gjør mæ skræmt
Når de fine ordan demmes blir motbydelig
Og tankan bak e jævli' dårlig gjæmt
Da har æ ei som veit at folk vil våk'n opp
Og at vinden i frå høyre snart må snuI
ngen e så god som du, da
Ingen e så god som du
Og når æ kryp te køys og frys på beina
Og du har lagt dæ før mæ og e varm
Da veit du æ e liten og aleina
Og låne mæ litt dyne og ei arm
Og dagen den er viktig og den krævas
Men natta den e din og min og ny
Ingen e så god som du, da
Ingen e så god som du
fimmtudagur, 28. maí 2009
Múslíbrauð
Ég bara nýt þess að vera tilraunadýr og er orðin allt of góðu vön. M.ö.o, þá eru dæturnar komnar með það markmið að gera mig aftur sjálfbjarga í eldhúsinu áður en þær flytja að heiman ...
En hér kemur mjög góð uppskrift að múslíbrauði sem hefur slegið í gegn á heimilinu. Apríkósurnar koma rosalega vel út og virka eins og marmelaði þegar brauðið er haft með osti. Upprunalega var þetta bolluuppskrift, en þar sem hún var frekar blaut og leiðinlegt að móta bollur úr henni, þá prófaði Hrund hana einhvern tímann í brauðformum og uppskriftin kom bara miklu betur út þannig.
4 dl undanrenna
5 dl vatn
2 msk matarolía (t.d Isio, hún er bragðlaus)
1 pk þurrger
1 tsk salt
350 gr hveiti
350 gr heilhveiti (grófmalað)
3 dl hafrar
200 gr gróft rúgmjöl
100 gr sólblómafræ (kjarnar)
150 gr heslihnetur
100 gr þurrkaðar apríkósur
150 gr rúsínur
Saxið niður hnetur og apríkósur (Hrund mælir þetta aldrei), blandið öllum hráefnum saman og látið lyfta sér á hlýjum stað í ca 30 mín. setjið svo í formin og látið lyfta sér aftur í ca 45 mín. Bakið við 200 í ca 30 - 40 mín.
Hollt kryddbrauð
En hér kemur uppskriftin:
6 dl heilhveiti (mjög fínmalað)
6 dl haframjöl
2 dl hrásykur
5 dl léttmjólk
4 tsk sódaduft (natron)
1 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
Blanda saman, setja í tvö form og baka við 175 gráður í 1 klst.
miðvikudagur, 27. maí 2009
Verkfall
Það ber þó enn þá mikið í milli hjá deiluaðilum og mögulega gæti verkfallið hafist á morgunn. Ég vona þó ekki þar sem það getur komið illa niður á prófunum hjá Hrund og Kolbrúnu og sett einkunnir og útskrift í hættu og þar af leiðandi inntöku í skóla á Íslandi.
þriðjudagur, 26. maí 2009
Einelti
"Everyone has the right to be respected, and the responsibility to respect others."
Ég rakst á þessa setningu inn á norskum facebókar hópi sem ég skráði mig í gegn einelti í skólum.
Því má bæta við að skýringarnar á orðinu "responsibility" eru þær að fólk hefur "the ability to choose their own respons" eða með öðrum orðum þá hefur fólk getuna til að velja viðbrögð sín.
Einelti er því miður alvarlegt vandamál í skólum og alls ekki nýtt af nálinni. Í dag er munurinn bara sá að það er til orð yfir þessa tegund ofbeldis og flestir skólar hafa yfirlýst markmið um að einelti verði ekki liðið.
Það er þó mjög misjafnt eftir skólum og kennurum hvernig tekst til og flestir vita að það er ekki nóg að hafa háleit markmið, ef það er hvorki til vinnuáætlun um hvernig eigi að útfæra markmiðin, né að skólastjórnendur, kennarar og foreldrar séu í raun og veru mótiveraðir til að taka á málum af alvöru.
Vigernes skóli er einn af þessum skólum sem hefur það yfirlýsta markmið að einelti verði ekki liðið og öllum nemendum eigi að líða vel í skólanum. Gallinn er hins vegar að þar er engin sérstök áætlun í gangi um hvernig eigi að útfæra þessi markmið og undir hverjum og einum kennara komið hvernig hann tekur á málunum.
Einelti hefur því miður verið vandamál sem hefur loðað við bekkinn hennar Bryndísar undanfarin ár. Þar er ákveðinn stelpnahópur að verki og reglulega hefur þurft að taka á þessum málum, skýra mörkin og hafa umræðutíma í bekknum þar sem líðan og framkoma við aðra er rædd.
Og það er einmitt þarna sem áhugi og virkni kennara hefur svo mikil áhrif. Síðustu árin hefur bekkurinn hennar Bryndísar verið með mjög ákveðinn kennara sem hefur verið virkur í að fyrirbyggja einelti í bekknum með ýmsum ráðum ... og allt á jákvæðan hátt þannig að enginn tapi. Síðastliðinn vetur var svo skipt um kennara sem kom með allt aðrar áherslur og eineltið fór stigversnandi .
Á Íslandi eru nokkrir skólar sem eru farnir að vinna eftir Olweus áætluninni og Olweus á Íslandi er með fróðlega síðu sem ég hvet alla til að kíkja á og á síðunni er m.a góð grein fyrir foreldra sem vilja hafa sín augu opin fyrir þessu vandamáli. En það er með eineltið eins og svo margt annað, að forvarnirnar eru alltaf bestar og þar geta kennarar átt stóran þátt. Bestu forvarnirnar byrja þó heima fyrir og í raun löngu áður en skólaganga hefst.
mánudagur, 25. maí 2009
Í átt að Oksefjellet
Þessi mynd er tekin yfir ána Stillu og í átt að Uxafjallinu sem er við Sørensgård.
Stefnt á næstu hindrun
það var keppni í hindrunarhlaupi á Sørensgård um daginn og við Bryndís kíktum aðeins á þetta þar sem við vorum hvort sem er á svæðinu.
laugardagur, 23. maí 2009
Veiðigræjur
Það er mjög vinsælt að bleyta í stöngum við Nittelva og maísinn alltaf klassískur til að þræða upp á öngulinn. Þarna hafði einhver ákveðið að skilja dósina eftir á trénu ... kannski til að muna hvar veiðistaðurinn var.
Búinn að fá nóg af bílnum
Við Bryndís vorum á göngu um daginn og rákumst þá á þennan bíl sem var ofan í ruslagámi. Spurning hvort eigandinn hafi verið búinn að fá nóg.
föstudagur, 22. maí 2009
Holmen Naturreservat
Við Bryndís fórum í langa göngu í gær, þar sem hún vildi sýna mér svæði sem hún fór á með skólanum í vikunni og úr varð 3ja klst löng ganga. Inngangurinn inn á þetta svæði er mjög vel falinn og ég er oft búin að labba þarna fram hjá en aldrei tekið eftir honum.
Svæðið heitir Holmen Naturreservat og er verndað skógarsvæði, þannig að hvorki má planta nýjum plöntum eða trjám eða tína eða höggva neitt, eða flytja burtu. Svo við mæðgurnar stikluðum yfir ótal fallna og morknaða trjáboli, og ruddumst í gegnum kóngulóarvefi og ský af mýflugum (og ég slapp með bara eitt bit) og eftir ca hálftíma vorum við komnar út á akur.
miðvikudagur, 20. maí 2009
Hrund russ
Þó ég hafi ekki náð að mæta til að horfa á mína í russegöngunni á 17.maí, þá tókst mér að næla mér í mynd, þökk sé facebook og bekkjarbróður Hrundar sem tók myndina :-)
þriðjudagur, 19. maí 2009
Rybak
Móttökurnar á flugvellinum urðu til þess að skipuleggendur bæjarhátíðarinnar hér í Lilleström verða að enduskipuleggja planið því Rybak átti að syngja á torginu í miðbænum 20.júní. Hátíðin er árleg, algjör menningarveisla með fullt af skemmtilegum uppákomum og búið var að plana komu Rybak fyrir mörgum mánuðum. En nú verða menn að finna öruggari stað fyrir strákinn og hefur íþróttahúsið m.a. verið nefnt. Við Bryndís munum alla vegana athuga hvort það verði pláss fyrir okkur á áhorfendapöllunum. Ekki spurning þegar íþróttahúsið er í göngufæri.
sunnudagur, 17. maí 2009
Norge i Rødt, Hvitt og Blått
en sommerkveld ved fjord og fossevell,
fra eng og mo med furutrær, fra havets
bryn med fiskevær og til de hvite skjær,
møter du landet i trefarvet drakt
svøpt i et gjenskinn av flaggets farveprakt.
Se en hvitstammet bjerk opp i heien
rammer stripen av blåklokker inn
mot den rødmalte stuen ved veien,
det er flagget som vaier i vind.
Ja, så hvit som det hvite er sneen,
og det røde har kveldssolen fått,
og det blå gav sin farve til breen,
det er Norge i rødt, hvitt og blått.
Já, það var mikil hamingja hjá norðmönnum í dag og skemmtilegt að sigurinn í Eurovision skyldi renna saman við þjóðhátíðardaginn þeirra.
Veðrið var líka frábært, 17 gráður og sól og það var svo til allur bærinn úti við í dag. Allt annað en fyrir ári síðan þegar norðmenn fengu versta 17 mai veður í 50 ára sögu landsins.
Dagurinn var hefðbundinn og það var mæting hjá okkur Bryndísi kl 9:30 út í Vigernes skóla. Þar fann hver nemandi sinn bekk og hver bekkur var með sinn bekkjarfána eins og venjulega. Gangan hófst kl 10 og það var þrammað niður í miðbæ, þar sem Volla barnaskólinn bættist í gönguna og Kjellervolla ungdomsskole. Svo fóru allir skólarnir annan hring um bæinn og m.a fram hjá elliheimilinu svo heimilismenn þar gætu horft á gönguna. Við Kolbrún létum hins vegar fara vel um okkur á torginu í miðbænum á meðan, vitandi að gangan myndi aftur enda þar.
Klukkan tvö héldu hátíðahöldin áfram út í Vigernesskóla og með ýmsum heimatilbúnum leikjum, þrautum og veitingasölu. Bryndís tók þátt í þrautunum eins og venjulega og þar sem foreldrar í 5-C (Bryndísar bekkur) átti að sjá um veitingasöluna í þetta skiptið, þá kom það í minn hlut ásamt fleirum að afgreiða pylsur, gos, ís og kökur.
Hrund byrjaði daginn eldsnemma og var farin út kl 7:30 þar sem hún var boðin í morgunverð til skólasystur sinnar. 17. mai er nefnilega dagurinn sem sem russetímabilinu lýkur með "russelest" (bæði bílar og gangandi) útskriftarnema allra skólanna í Lilleström og næstu nágrannabæjum. Sem sagt síðasti dagurinn sem Hrund þarf að vera í russebuxunum og síðasti sjens hjá Bryndísi að næla sér í russekort.
Kjellervolla Ungdomskole
Útskriftanemarnir frá Kjellervolla Ungdomskole voru með sína eigin rokksveit.
Lúðrasveitin
Í fyrra var lúðrasveitin rækilega pökkuð í regnagalla utan yfir búninginn en nú var veðrið flott.
Upp með flöggin
Það var mæting úti í Vigernes skóla kl 9:30 eins og venjulega. Það fer svona hálftími í að koma öllum á réttan stað undir tilheyrandi ræðum og söng og svo er haldið af stað í gönguna.
laugardagur, 16. maí 2009
Og það er Eurovision ...
En við í familien Ólafsdóttir munum að sjálfsögðu nota tækifærið og kjósa Jóhönnu Guðrúnu í kvöld. Og vonumst um leið til að lesendur bloggsins muni gefa von "okkar norðmanna" sitt atkvæði.
Arnarhreiður
mánudagur, 11. maí 2009
laugardagur, 9. maí 2009
Fleki
Þessi fleki varð á vegi okkar í dag og varð tilefni gamallar sögu af Hrund og vinkonu hennar þegar þær voru litlar. Það er nefnilega ýmislegt sem mamman fréttir mörgum árum seinna. Ýmislegt sem hún hefði sett blátt bann við á sínum tíma.
En málið var að dömurnar fundu fleka í sveitinni (kotinu) svipaðan þessum og ákváðu að hann myndi henta mjög vel til að sigla á niður Hvítá ef þær bara myndu laga hann svolítið til með nokkrum aukaspýtum fyrir ferðina.
þegar þær voru hins vegar búnar að dunda sér við að negla auka spýtur á flekann, þá voru þær orðnar svangar og ákváðu að hlaupa heim í hús og fá sér að borða í stað þess að sigla á flekanum.
Það voru því svangir magar sem gengdu hlutverki verndara í það skiptið.
"Út í óvissuna"
Við fundum nýjan skógarstíg í dag og lögðum að sjálfsögðu í leiðangur. Við settum bara niður brauðmola með vissu millibili til að rata til baka ...
Hver gengur yfir brúna mína?
Hrund og Bryndís fóru fyrstar og sögðu tröllinu undir brúnni að éta þær ekki því mamma þeirra kæmi á eftir og hún væri miklu stærri og feitari ...
Mannabústaður?
Þessi kofi stóð við ána Leiru og var vægast sagt óhrjálegur og fullur af alls konar drasli.
fimmtudagur, 7. maí 2009
Russekort
Fyrir þá sem hafa velt því fyrir sér hvernig russekort líta út, þá er hér mynd af nokkrum. Rauði liturinn er fyrir almennt stúdentspróf, sá svarti stendur fyrir einhverja byggingalínu og blái veit ég ekki hvað er. Græni liturinn stendur fyrir einhverja umhverfislínu og er mjög sjaldgæfur en Hrund tók samt að sér að redda tveimur slíkum kortum fyrir systur sína á Lillehammermótinu um síðustu helgi.
Og fyrir þá sem eru með stækkunarglerið klárt eða hafa gaman af því að rýna vel í myndir, þá er Hrundar kort á milli tveggja grænna :-)
miðvikudagur, 6. maí 2009
Fagráðherra áfram! Petition
Textinn er svona:
"Til: Tilvonandi ríkisstjórnar Íslands
Við undirrituð skorum á væntanlega ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna að ráða fagráðherra í nýja ríkisstjórn, líkt og gert var í lok janúar. Við teljum mikilvægt að á tímum sem þessum, sé faglega hæft fólk skipað í efstu þrep stjórnsýslunnar, sem stendur utan við pólitískt karp, hrossakaup og framapot innan flokks. Einnig er mikilvægt að reyna að skapa eins mikla sátt um nýja stjórn og mögulegt er."
Ef þið eruð sammála, smellið þá á slóðina fyrir neðan og skrifið undir:
Fagráðherra áfram! Petition
sunnudagur, 3. maí 2009
Leonard Cohen - Alltaf góður
föstudagur, 1. maí 2009
Á göngugötunni í miðbænum
Hrund var á leið til Lillehammer á Russeútihátíð þannig að við vorum í samfloti gegnum bæinn.
Með veiðigræurnar
Um leið og fer að vora, þá mæta menn með veiðigræurnar og stólana. Ég held það sé Gedda (Gjedde) sem veiðist þarna.
Í skólagarði Volla skóla
Volla skóli er hinn barnaskólinn í bænum. Hann stendur reyndar við umferðargötu en garðurinn er alveg æðislegur.