sunnudagur, 4. október 2009

Írskir dagar

Ég skrapp í gær á píanótónleika með írska píanósnillingnum John O´Conor sem haldnir voru í Salnum í Kópavogi. Alveg frábærir tónleikar í alla staði og flottari spilun á Tunglskinssónötunni hef ég ekki heyrt áður. Ótrúlegur kraftur í manninum.

laugardagur, 3. október 2009

Fjárlögin


Ég rakst á þessa og varð hugsað til nýjustu fjárlagafréttanna.

sunnudagur, 20. september 2009

Upp með munnvikin

Bara svona til að lyfta munnvikunum á sunnudagsmorgni ...koma svo ;-)


sunnudagur, 30. ágúst 2009

Tær snilld

Það er reyndar ýmislegt sem hún frænka hefur gert um dagana sem er tær snilld. En þessar húsgagnahosur getum meira segja við sem höfum 10 þumlana búið til. Þið sem hafið keypt álímt tilbúið filt til að setja undir fætur húsgagna sem hreyfast til kannist örugglega við að eftir smá tíma, þá skríður filtið undan húsgagnafótunum. Prjónaðar hosur á húsgögn er málið í dag. Ekki spurning :-)

laugardagur, 29. ágúst 2009

Könguló


Könguló, originally uploaded by HO Myndir.

Eitthvað lag var nú til um Kalla litla könguló sem dömurnar mínar sungu í tíma og ótíma hér áður fyrr. Ég er samt viss um að þessi er kelling ... og mikil hannyrðakelling því vefurinn var flottur þótt hann sjáist illa á myndinni.

Góðgæti


Góðgæti, originally uploaded by HO Myndir.

Við Bryndís mættum þessari í bakgarðinum þegar við komum heim eftir skólasetninguna á mánudeginum og mín hljóp náttúrulega strax inn eftir brauði. Við höfum ekki grænan um hvaðan hún kom enda aldrei komið dúfur í garðinn áður. Giskuðum samt á Laugardalinn. Svo beið dúfan aftur í gær þegar Bryndís kom heim úr skólanum og fékk að sjálfsögðu brauð hjá dömunni líka þá. Mig grunar að næst mæti hún með frændgarðinn sinn í mat og bíð bara eftir að garðurinn fyllist af dúfum ...

Súldarlegt


Súldarlegt, originally uploaded by HO Myndir.

Það var hálf súldarlegt yfir á síðasta sunnudag. Þessi mynd er tekin úr Esjuhlíðum, en við Kolbrún skruppum í smá göngu.

fimmtudagur, 27. ágúst 2009

Shake Me


Ég ætlaði bara að vekja athygli á að Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan er að fara að sýna nýtt verk nú í september þar sem þær leita að yfirvofandi dauða og ódauðlegri ást í verkum Williams Shakespeare. Sýningarnar verða í Hafnarfjarðarleikhúsinu 3. september kl 20 og 4. september kl 23 og er aðgangur ókeypis. Þær Melkorka Sigríður, Ásgerður, Katrín og Ragnheiður valda örugglega ekki vonbrigðum og því allir hvattir til að mæta sem hafa áhuga á ókeypis skemmtun í kreppunni.

sunnudagur, 23. ágúst 2009

Við stýrið


Við stýrið, originally uploaded by HO Myndir.

Við mæðgurnar skutumst austur í kot á föstudaginn í smá berjatínsluferð. þegar komið var inn fyrir hliðið fékk daman að stýra og stóð sig bara vel. Ég var á bensíninu og bremsunni, hún með stýrið og í þetta skipti þurfti ég ekkert hjálpa til að halda bílnum á veginum. Enda var ég upptekin að taka myndir og mátti ekkert vera að því :-)

Ég er annars búin að vera hrikalega löt í bloggmálum í sumar og sú leti virðist ekkert vera að skafast af mér. Hef reyndar verið að hugsa um að færa mig yfir á moggabloggið en ég er ekkert viss um að ég verði virkari þar. Held ég haldi mig bara við þetta blogg enn um sinn og haldi áfram að vera löt ;-)

þriðjudagur, 4. ágúst 2009

Uppáhalds staðurinn


Uppáhalds staðurinn, originally uploaded by HO Myndir.

Þetta er minn staður ;-)
Ilmandi mjaðjurt, fuglasöngur og fjallið. Gerist ekki betra. Enda ófá skiptin sem ég hef steinsofnað þarna :-)

Berjatínsla


Berjatínsla, originally uploaded by HO Myndir.

Hún náði að fylla tvö skyrbox.

Grænjaxlar


Grænjaxlar, originally uploaded by HO Myndir.

Það voru nokkur blá ber hér og þar en svona 95% var grænt.

Fundur


Fundur, originally uploaded by HO Myndir.

"Mamma sjáðu hvað ég fann" ... Ég get svo svarið það, að úr nokkurra metra fjarlægð þá sýndist mér hún vera með alvöru gæsahöfuð með hálsi og skildi ekkert í því hvað hún var róleg og brosandi yfir þessu.
Ýmislegt sem rekur á land úr ánni.

Fjölskyldusund


Fjölskyldusund, originally uploaded by HO Myndir.

Það er ekki oft sem svanir sjást á Hvítánni en þarna var heil fjölskylda á sundi.

Ingólfsfjall


Ingólfsfjall, originally uploaded by HO Myndir.

Við Hvítá


Við Hvítá, originally uploaded by HO Myndir.

Búrfell


Búrfell, originally uploaded by HO Myndir.

Bann


Bann, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi áletrun var á vegg í gömlum timburskúr.

Í nýju hlutverki


Í nýju hlutverki, originally uploaded by HO Myndir.

Einu sinni var hún mikilvæg í heyskapnum, síðan varð hún vinsæl sem barnaleiktæki og nú er hún komin í nýtt hlutverk sem garðskraut. Það var nefnilega aktívt fólk í fjölskyldunni ásamt vinum sem tók sig til og útbjó flottan garð úr algjörum óræktargarði og náði m.a. að rífa gömlu rakstrarvélina upp þar sem hún var gróin niður í túnið og draga hana yfir í garðinn þar sem hún sómir sér vel.

föstudagur, 31. júlí 2009

Þvottur


Þvottur, originally uploaded by HO Myndir.

Daman ákvað að þvo bílinn og var mjög einbeitt við verkið.

Góðviðri


Góðviðri, originally uploaded by HO Myndir.

Mmmmm, ég er í 4 daga vaktafríi og við Bryndís erum búnar að vera að dúlla okkur í garðinum í dag. Kolbrún reyndar nýkomin heim úr sinni vinnu þegar þessi mynd var tekin.

Veiði


Veiði, originally uploaded by HO Myndir.

Veiðistöng var ein af afmælisgjöfunum Bryndísar og á dögunum skellti hún sér í veiði með Hönnu föðursystur sinni og Oddi manninum hennar. Og veiddi þennan gómsæta silung :-)

Röð


Röð, originally uploaded by HO Myndir.

Á hvað skyldu þær hafa verið að horfa?

Vinkonur


Vinkonur, originally uploaded by HO Myndir.

Samlokurnar Bryndís og Ragnheiður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í tilefni af 11 ára afmælinu.

Á nýja hjólinu


Á nýja hjólinu, originally uploaded by HO Myndir.

Arndís Lóa komin á flottan fararskjóta :-)

Vöxtur


Vöxtur, originally uploaded by HO Myndir.

Ég skaust austur í kot í júní og kíkti þá m.a inn í gamla gróðurhúsið þar sem minta og gamall vínviður eru búin að yfirtaka allt. Kannski smá grisjun kæmi sér vel.

Klefi nr 306


Klefi nr 306, originally uploaded by HO Myndir.

Hótelið sem við gistum á nóttina fyrir flug heitir Kasjotten Stav Gjestegård og er gamalt fangelsi sem var seinna breytt í geðdeild og svo í hótel. Við vorum í klefa nr 306 og á hurðunum eru gömlu gægjugötin og matarlúgurnar (reyndar búið að loka fyrir). Ég mæli alveg með þessu hóteli þótt húsið eigi sér erfiða sögu og sögusagnir séu um að fólk sem fallið er frá sé enn á ferli á göngunum. Við sváfum amk vært.

Skrúfað


Skrúfað, originally uploaded by HO Myndir.

Bryndís og Kolbrún tóku að sér að skrúfa sundur rúm, borð og hillur.


, originally uploaded by HO Myndir.

Bö, ég var alveg búin að gleyma skreytingunni sem var inn í fataskápnum mínum út í Noregi þegar ég flutti inn. Einhver húmoristi verið á undan mér og ákveðið að mála þessi skilaboð innan á skápavegginn.

Og jú ég er lifandi. Bara löt í blogginu. Flutningurinn gekk eins og í sögu og við skelltum öllu dótinu okkar í gám daginn fyrir flug, skiluðum af okkur íbúðinni og kláruðum að kveðja nágrannana.
Gistum svo á hóteli sem var einu sinni gamalt fangelsi eina nótt og tókum stefnuna til Ísland daginn eftir.

miðvikudagur, 17. júní 2009

Á síðustu metrunum


Á síðustu metrunum, originally uploaded by HO Myndir.

Jæja, nú eru framundan síðustu dagarnir okkar hér í Lilleström og tími kominn til að hefja næsta kafla. Gámurinn kemur á mánudag og flugið er bókað á þriðjudag. Svo nú er að pakka búslóðinni, þrífa, ganga frá banka- og skráningarmálum o.s.frv.

Hrund fer í síðasta prófið á morgunn og Kolbrún á bara einn skóladag eftir og svo er einkunnaafhending á föstudag.
Bryndísar skóli er búinn að vera að mestu eins og venjulega, fyrir utan hálfan dag í náttúruskoðun og hálfan dag á útisundlaugarsvæði (ískaldar laugar í ísköldu veðri). Síðasti kennsludagur er á morgunn en daman er hins vegar búin að vera að tína heim allar vinnubækur vetrarins og líka þessa fínu svuntu sem hún saumaði sér. M.ö.o, klár í lokahreingerninguna á íbúðinni :-)

Þar sem ég er búin að segja upp síma- og nettengingu og þetta er síðasta Noregsbloggið mitt (nema ég flytji aftur hingað), þá er vel við hæfi að setja inn eitt tímamótalag sem er eitt af mínum uppáhalds og sungið af meistara Frank Sinatra.

þriðjudagur, 16. júní 2009

Útsmoginn þjófur

Það ótrúlegt hvað þeir sem stunda þjófnaði geta verið útsmognir.
Hrund og Kolbrún ákváðu að skutlast á hjólunum niður á lestarstöð í gær fyrir kl 7 um morguninn og ná í nýbakað brauð. Þær voru örstutt inni, en þegar þær komu út með brauðið þá var búið að stela Kolbrúnar hjóli. Ergilegt því þetta hjól var tiltölulega gott og ekki nema tveggja ára gamalt (keypt þegar fyrra hjóli var stolið í skólanum hennar).

Hrund ákvað að senda Kolbrúnu heim með brauðið og taka einn hring um bæinn á sínu hjóli til að svipat um. Ekki rakst hún á hjólið í bænum, en ákvað samt undir lokin að kíkja á hin hjólastæðasvæðin sem voru í kringum lestar- og strætóstöðina (100 - 200 m frá staðnum þar sem þær höfðu lagt sínum). Og á einu hjólasvæðinu var hjólið hennar Kolbrúnar, lagt í stæði og búið að vefja hjólalásnum hennar utan um dekkið þannig að það liti út fyrir að vera læst. Viðkomandi þjófur var sem sagt greinilega farinn í vinnuna og ætlaði að hafa hjólið þegar hann kæmi til baka. Ansi útsmoginn.

Og þá var ekki um annað að ræða en að bjarga hjólinu, útskýra fyrir tortryggnum vegfarendum að þetta væri hjól systur hennar, og koma hjólinu heim. Að vera einn með tvö hjól er hins vegar meira en að segja það og farsíminn lá náttúrulega og hvíldi sig heima. Hrund er hins vegar ekki þekkt fyrir að gefast upp svona einn, tveir og þrír og með nokkur fleiðursár og mar á höku landaði hún báðum hjólunum heima rétt fyrir kl 8.

sunnudagur, 14. júní 2009

Trynevrenger

Hér er slóð fyrir þá sem hafa gaman af því að breyta andlitum annarra. M.a hægt að snúa svolítið upp Alexander Rybak.

Eldavélin seld ...

... og einum hlut færra til að bera :-)

föstudagur, 12. júní 2009

Þvottavélin seld

Ég setti um daginn auglýsingu á netið þar sem ég bauð eldavélina til sölu. Ákvað að byrja á henni áður en ég reyndi með þvottavélina. Og líka það að mig langaði ekkert til að vera þvottavélarlaus í marga daga. En engin viðbrögð við eldavélarauglýsingunni. Svo ég ákvað að vera tímanlega í að setja þvottavélina á sölu úr því að sala á heimilistækjum væri treg.
Ég var varla búin að samþykkja auglýsinguna þegar 4 aðilar voru búnir að lýsa yfir áhuga og vildu fá vélina strax. Ég seldi hana unga manninum sem sagðist koma með pabba sinn með sér til að bera þannig að ég slyppi við að hjálpa. Svo nú er ég þvottavélarlaus og ungarnir eiga bara að vera penir næstu dagana og sneiða hjá pollunum ...

laugardagur, 6. júní 2009

Byrjuð að pakka


Byrjuð að pakka, originally uploaded by HO Myndir.

Já, nú erum við mægurnar farnar að pakka svolítið og þetta bjútí keyptum við Kolbrún á tilboði í einu af úthverfum Oslóar um síðustu helgi, svona til að auðvelda okkur að flytja heimilistækin ef ekki tekst að selja þau áður. Drösluðum þessari elsku svo upp í strætó og við tók hálftíma ferð í grillandi hita og svo 15 mínútna gangur heim frá strætóstöðinni. Sem sagt búið að auðvelda það að koma heimilistækjunum í gáminn og nú er bara að finna leið til að vera EKKI föst með sófann í dyrunum í korter eins og þegar við fluttum inn.

miðvikudagur, 3. júní 2009

Lestur


Lestur, originally uploaded by HO Myndir.

Sú eldri var í próflestri og hinni fannst rúmið hjá stóru systur vera góður staður til að koma sér fyrir með bókina sem hún var að lesa.

Mýbit


Mýbit, originally uploaded by HO Myndir.

Veðrið um hvítasunnuhelgina var alveg frábært, 25 og sól. Gallinn er reyndar sá að góða veðrinu hérna fylgir mý með tilheyrandi bitum og í þetta skiptið er það Bryndís sem hefur farið verst út úr bitunum.

þriðjudagur, 2. júní 2009

Nittelva


Nittelva, originally uploaded by HO Myndir.

Gosbrunnurinn í ánni kominn í gang.

Bátahöfnin í Rælingen


Bátahöfnin í Rælingen, originally uploaded by HO Myndir.

Það var mikil bátatraffík á ánni í góða veðrinu um helgina.

Grænt


Grænt, originally uploaded by HO Myndir.

Þetta græna gras er bæjaráin (Nittelva) ef einhverjir skyldu hafa ruglast.

Klár í slaginn


Klár í slaginn, originally uploaded by HO Myndir.

Með klukku, agat stein og verndarengil um hálsinn og þá er maður ansi vel útbúinn fyrir próf. Amk gekk henni vel :-)

laugardagur, 30. maí 2009

Kjærlighetsvisa

Norska ríkissjónvarpið sýndi í gær upptöku frá tónleikum Halvdan Sivertsen sem hann hélt í Bodø í fyrrasumar. Mér finnst ríkisstöðin alltaf vera að standa sig betur og betur með efni (eða þá að ég er að eldast) og Halvdan Sivertsen er einn af mínum uppáhalds texta- og lagahöfundum. Hann fór líka á kostum á þessum tónleikum og setti m.a smá rappblöndu inn í tvö laganna. Lokalagið var svo Kjærlighetsvisa sem er eitt af hans fallegri lögum og það var vel tekið undir af áhorfendum.

Það var engin upptaka frá þessum tónleikum inn á youtube en ég fann þó aðra upptöku af lokalaginu.




Og fyrir þá sem vilja spreyta sig á norskunni með Bodø dialekt, þá er textinn hér:

Når sommardagen ligg utover landet
Og du og æ har funne oss ei strand
Og fire kalde pils ligge nedi vannet
Og vi er brun og fin og hand i hand
Når vi har prata om ei bok vi lika
Og alt e bra og ikkje te å tru
Ingen e så god som du, da
Ingen e så god som du

Når høsten finns og hverdagslivet venta
Og fuglan tar te vett og flyr mot sør
Og vi får slit me regninga og renta
Og meininga førsvinn i det vi gjør
Når vi må over mang en liten avgrunn
Og ofte på ei falleferdig bru
Ingen e så god som du, da
Ingen e så god som du

Men av og te når tegnan blir førr tydlig
Og dæm som sitt med makta gjør mæ skræmt
Når de fine ordan demmes blir motbydelig
Og tankan bak e jævli' dårlig gjæmt
Da har æ ei som veit at folk vil våk'n opp
Og at vinden i frå høyre snart må snuI
ngen e så god som du, da
Ingen e så god som du

Og når æ kryp te køys og frys på beina
Og du har lagt dæ før mæ og e varm
Da veit du æ e liten og aleina
Og låne mæ litt dyne og ei arm
Og dagen den er viktig og den krævas
Men natta den e din og min og ny
Ingen e så god som du, da
Ingen e så god som du

fimmtudagur, 28. maí 2009

Múslíbrauð

Það er orðið ansi langt síðan ég hef sett uppskriftir inn á bloggið. Bara leti í mér því stelpurnar eru alltaf að finna eitthvað skemmtilegt á netinu sem þær breyta og bæta eftir eigin höfði, því hráefni sem er fáanlegt og náttúrulega fjárhag heimilisins.

Ég bara nýt þess að vera tilraunadýr og er orðin allt of góðu vön. M.ö.o, þá eru dæturnar komnar með það markmið að gera mig aftur sjálfbjarga í eldhúsinu áður en þær flytja að heiman ...

En hér kemur mjög góð uppskrift að múslíbrauði sem hefur slegið í gegn á heimilinu. Apríkósurnar koma rosalega vel út og virka eins og marmelaði þegar brauðið er haft með osti. Upprunalega var þetta bolluuppskrift, en þar sem hún var frekar blaut og leiðinlegt að móta bollur úr henni, þá prófaði Hrund hana einhvern tímann í brauðformum og uppskriftin kom bara miklu betur út þannig.

4 dl undanrenna
5 dl vatn
2 msk matarolía (t.d Isio, hún er bragðlaus)
1 pk þurrger
1 tsk salt
350 gr hveiti
350 gr heilhveiti (grófmalað)
3 dl hafrar
200 gr gróft rúgmjöl
100 gr sólblómafræ (kjarnar)
150 gr heslihnetur
100 gr þurrkaðar apríkósur
150 gr rúsínur

Saxið niður hnetur og apríkósur (Hrund mælir þetta aldrei), blandið öllum hráefnum saman og látið lyfta sér á hlýjum stað í ca 30 mín. setjið svo í formin og látið lyfta sér aftur í ca 45 mín. Bakið við 200 í ca 30 - 40 mín.

Hollt kryddbrauð

Hrund fann þessa uppskrift um daginn að kryddbrauði og gerði hana svolítið hollari með því að nota mjög fínmalað heilhveiti í hana í stað spelts. Amk nógu holla til að hún varð gjaldgeng með skólanestinu hennar Bryndísar. Okkur Bryndísi finnst hún best eintóm en Hrund og Kolbrúnu fannst hún líka koma vel út með smjöri og osti.
En hér kemur uppskriftin:

6 dl heilhveiti (mjög fínmalað)
6 dl haframjöl
2 dl hrásykur
5 dl léttmjólk
4 tsk sódaduft (natron)
1 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull

Blanda saman, setja í tvö form og baka við 175 gráður í 1 klst.

miðvikudagur, 27. maí 2009

Verkfall

Verkfallið sem átti að hefjast í skólunum hjá okkur kl 06 í morgunn var frestað á elleftu stundu í nótt og sú yngsta var ekki hrifin þegar hún var vakin kl 07, enda búin að hlakka til að eyða deginum í huggulegheitum..

Það ber þó enn þá mikið í milli hjá deiluaðilum og mögulega gæti verkfallið hafist á morgunn. Ég vona þó ekki þar sem það getur komið illa niður á prófunum hjá Hrund og Kolbrúnu og sett einkunnir og útskrift í hættu og þar af leiðandi inntöku í skóla á Íslandi.

þriðjudagur, 26. maí 2009

Einelti


"Everyone has the right to be respected, and the responsibility to respect others."

Ég rakst á þessa setningu inn á norskum facebókar hópi sem ég skráði mig í gegn einelti í skólum.
Því má bæta við að skýringarnar á orðinu "responsibility" eru þær að fólk hefur "the ability to choose their own respons" eða með öðrum orðum þá hefur fólk getuna til að velja viðbrögð sín.

Einelti er því miður alvarlegt vandamál í skólum og alls ekki nýtt af nálinni. Í dag er munurinn bara sá að það er til orð yfir þessa tegund ofbeldis og flestir skólar hafa yfirlýst markmið um að einelti verði ekki liðið.

Það er þó mjög misjafnt eftir skólum og kennurum hvernig tekst til og flestir vita að það er ekki nóg að hafa háleit markmið, ef það er hvorki til vinnuáætlun um hvernig eigi að útfæra markmiðin, né að skólastjórnendur, kennarar og foreldrar séu í raun og veru mótiveraðir til að taka á málum af alvöru.

Vigernes skóli er einn af þessum skólum sem hefur það yfirlýsta markmið að einelti verði ekki liðið og öllum nemendum eigi að líða vel í skólanum. Gallinn er hins vegar að þar er engin sérstök áætlun í gangi um hvernig eigi að útfæra þessi markmið og undir hverjum og einum kennara komið hvernig hann tekur á málunum.

Einelti hefur því miður verið vandamál sem hefur loðað við bekkinn hennar Bryndísar undanfarin ár. Þar er ákveðinn stelpnahópur að verki og reglulega hefur þurft að taka á þessum málum, skýra mörkin og hafa umræðutíma í bekknum þar sem líðan og framkoma við aðra er rædd.

Og það er einmitt þarna sem áhugi og virkni kennara hefur svo mikil áhrif. Síðustu árin hefur bekkurinn hennar Bryndísar verið með mjög ákveðinn kennara sem hefur verið virkur í að fyrirbyggja einelti í bekknum með ýmsum ráðum ... og allt á jákvæðan hátt þannig að enginn tapi. Síðastliðinn vetur var svo skipt um kennara sem kom með allt aðrar áherslur og eineltið fór stigversnandi .

Á Íslandi eru nokkrir skólar sem eru farnir að vinna eftir Olweus áætluninni og Olweus á Íslandi er með fróðlega síðu sem ég hvet alla til að kíkja á og á síðunni er m.a góð grein fyrir foreldra sem vilja hafa sín augu opin fyrir þessu vandamáli. En það er með eineltið eins og svo margt annað, að forvarnirnar eru alltaf bestar og þar geta kennarar átt stóran þátt. Bestu forvarnirnar byrja þó heima fyrir og í raun löngu áður en skólaganga hefst.

mánudagur, 25. maí 2009

Stilla


Stilla, originally uploaded by HO Myndir.

Leikur


Leikur, originally uploaded by HO Myndir.

Ég held hún hafi verið að stjórna hljómsveit.

Í átt að Oksefjellet


Í átt að Oksefjellet, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi mynd er tekin yfir ána Stillu og í átt að Uxafjallinu sem er við Sørensgård.

Stefnt á næstu hindrun


Stefnt á næstu hindrun, originally uploaded by HO Myndir.

það var keppni í hindrunarhlaupi á Sørensgård um daginn og við Bryndís kíktum aðeins á þetta þar sem við vorum hvort sem er á svæðinu.

Stopp


Stopp, originally uploaded by HO Myndir.

Hrossið ætlaði sko ekki yfir þessa hindrun, enda þurfti það fyrst að fara ofan í ískalt vatn og stökkva svo yfir hindrunina. Tók smá tíma fyrir knapann, en hafðist að lokum.

laugardagur, 23. maí 2009

Staurar


Staurar, originally uploaded by HO Myndir.

þessir staurar eru út um allt í ánni, bæði nokkrir saman í hnapp og í beinni línu í miðri á. Ég hef aldrei skilið tilganginn, en ef einhver hefur hugmynd, þá er skýring vel þegin.

Nittelva


Nittelva, originally uploaded by HO Myndir.

Vöndur


Vöndur, originally uploaded by HO Myndir.

Hún var að týna handa Hrund.

Veiðigræjur


Veiðigræjur, originally uploaded by HO Myndir.

Það er mjög vinsælt að bleyta í stöngum við Nittelva og maísinn alltaf klassískur til að þræða upp á öngulinn. Þarna hafði einhver ákveðið að skilja dósina eftir á trénu ... kannski til að muna hvar veiðistaðurinn var.

Í átt að Rælingen


Í átt að Rælingen, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi mynd var tekin við Nittelva um kvöldmatarleytið.

Búinn að fá nóg af bílnum


Búinn að fá nóg af bílnum, originally uploaded by HO Myndir.

Við Bryndís vorum á göngu um daginn og rákumst þá á þennan bíl sem var ofan í ruslagámi. Spurning hvort eigandinn hafi verið búinn að fá nóg.

föstudagur, 22. maí 2009

Speglun


Speglun, originally uploaded by HO Myndir.

Holmen Naturreservat


Holmen Naturreservat, originally uploaded by HO Myndir.

Við Bryndís fórum í langa göngu í gær, þar sem hún vildi sýna mér svæði sem hún fór á með skólanum í vikunni og úr varð 3ja klst löng ganga. Inngangurinn inn á þetta svæði er mjög vel falinn og ég er oft búin að labba þarna fram hjá en aldrei tekið eftir honum.
Svæðið heitir Holmen Naturreservat og er verndað skógarsvæði, þannig að hvorki má planta nýjum plöntum eða trjám eða tína eða höggva neitt, eða flytja burtu. Svo við mæðgurnar stikluðum yfir ótal fallna og morknaða trjáboli, og ruddumst í gegnum kóngulóarvefi og ský af mýflugum (og ég slapp með bara eitt bit) og eftir ca hálftíma vorum við komnar út á akur.

Á réttri leið


Á réttri leið, originally uploaded by HO Myndir.

Við og við voru merkt tré, þannig að við vissum að við værum á réttri leið.

Hreiður


Hreiður, originally uploaded by HO Myndir.

Við fundum gamalt hreiður á leiðinni.

miðvikudagur, 20. maí 2009

Hrund russ


Hrund russ, originally uploaded by HO Myndir.

Þó ég hafi ekki náð að mæta til að horfa á mína í russegöngunni á 17.maí, þá tókst mér að næla mér í mynd, þökk sé facebook og bekkjarbróður Hrundar sem tók myndina :-)