þriðjudagur, 16. júní 2009

Útsmoginn þjófur

Það ótrúlegt hvað þeir sem stunda þjófnaði geta verið útsmognir.
Hrund og Kolbrún ákváðu að skutlast á hjólunum niður á lestarstöð í gær fyrir kl 7 um morguninn og ná í nýbakað brauð. Þær voru örstutt inni, en þegar þær komu út með brauðið þá var búið að stela Kolbrúnar hjóli. Ergilegt því þetta hjól var tiltölulega gott og ekki nema tveggja ára gamalt (keypt þegar fyrra hjóli var stolið í skólanum hennar).

Hrund ákvað að senda Kolbrúnu heim með brauðið og taka einn hring um bæinn á sínu hjóli til að svipat um. Ekki rakst hún á hjólið í bænum, en ákvað samt undir lokin að kíkja á hin hjólastæðasvæðin sem voru í kringum lestar- og strætóstöðina (100 - 200 m frá staðnum þar sem þær höfðu lagt sínum). Og á einu hjólasvæðinu var hjólið hennar Kolbrúnar, lagt í stæði og búið að vefja hjólalásnum hennar utan um dekkið þannig að það liti út fyrir að vera læst. Viðkomandi þjófur var sem sagt greinilega farinn í vinnuna og ætlaði að hafa hjólið þegar hann kæmi til baka. Ansi útsmoginn.

Og þá var ekki um annað að ræða en að bjarga hjólinu, útskýra fyrir tortryggnum vegfarendum að þetta væri hjól systur hennar, og koma hjólinu heim. Að vera einn með tvö hjól er hins vegar meira en að segja það og farsíminn lá náttúrulega og hvíldi sig heima. Hrund er hins vegar ekki þekkt fyrir að gefast upp svona einn, tveir og þrír og með nokkur fleiðursár og mar á höku landaði hún báðum hjólunum heima rétt fyrir kl 8.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það getur enginn stoppað mig! :**