Já, nú erum við mægurnar farnar að pakka svolítið og þetta bjútí keyptum við Kolbrún á tilboði í einu af úthverfum Oslóar um síðustu helgi, svona til að auðvelda okkur að flytja heimilistækin ef ekki tekst að selja þau áður. Drösluðum þessari elsku svo upp í strætó og við tók hálftíma ferð í grillandi hita og svo 15 mínútna gangur heim frá strætóstöðinni. Sem sagt búið að auðvelda það að koma heimilistækjunum í gáminn og nú er bara að finna leið til að vera EKKI föst með sófann í dyrunum í korter eins og þegar við fluttum inn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Við ættum kannski að æfa okkur, getum ekki tekið sénsinn á að festa okkur ef að við höfum bara klukkutíma til að koma öllu í gáminn;)
-Hrund
Ertu að flytja aftur heim?
Já, nú er að byrja nýr kafli heima á klakanum :-)
Góð hugmynd Hrund ... þegar við verðum búnar að bera sófann svona 10 sinnum inn og út úr dyrunum, þá ætti þetta að fara að koma hjá okkur. Við ættum kannski að æfa okkur á að hlaupa með kassana líka ... svona til öryggis ;-)
Skrifa ummæli