Við Bryndís mættum þessari í bakgarðinum þegar við komum heim eftir skólasetninguna á mánudeginum og mín hljóp náttúrulega strax inn eftir brauði. Við höfum ekki grænan um hvaðan hún kom enda aldrei komið dúfur í garðinn áður. Giskuðum samt á Laugardalinn. Svo beið dúfan aftur í gær þegar Bryndís kom heim úr skólanum og fékk að sjálfsögðu brauð hjá dömunni líka þá. Mig grunar að næst mæti hún með frændgarðinn sinn í mat og bíð bara eftir að garðurinn fyllist af dúfum ...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Er hann/hún ekki komin með nafn? :O Hmm..ég segji Bóthildur eða Hákon =)
-Hrund
Bryndís segir að hún heiti Kata :-)
fussumsvei...hvað með Bóthildur KATA? :)
-Hrund
Skrifa ummæli