Og áfram Moskvumyndir í boði Kolbrúnar :o)
Vasilljdómkirkjan er frægasta kirkjan í Rússlandi og stendur við endann á Rauða torginu. Hún var pöntuð af Ivan grimma sem tákn um sigra hans yfir borginni Kazan og var fullbúin árið 1561. Sagan segir að Ivan hinn grimmi hafi verið hræddur um að arkitektinn myndi búa til enn fallegri kirkju annars staðar og því stungið augun úr honum þegar kirkjan var fullbúin.
Á annari hæð er völundarhús af göngum og 9 litlum kapellum sem hver og ein er vígð til heiðurs einum af 9 dýrlingum og hver kapella hefur sína eigin skreytingu.
þriðjudagur, 31. mars 2009
Vasilijdómkirkjan
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
vá, hún er ótrúlega flott! Greinilegt að Moskva er ekki bara grá ;)
-Hrund
Skrifa ummæli