Mér áskotnaðist þessi fallegi rússneski konfektkassi í gær, þegar rússneski skiptineminn, hún Ella, kom til okkar. Ella verður hjá okkur fram á föstudag og á mánudaginn næsta fer svo Kolbrún til Moskvu og gistir þá heima hjá henni.
Annars er alveg endalaust slabb hérna núna og því kannski ekki akkúrat skemmtilegasti tíminn fyrir ferðamenn. Á sunnudaginn kyngdi niður snjó, í gær var slyddurigning, og í dag er ca 5 stiga hiti úti og því allt að bráðna. Svo á víst að koma meiri slydda, svo frost, o.s.frv. og veðurfarið núna því farin að líkjast íslensku veðurfari ískyggilega. Eða eins og fróður maður sagði: "Ef þér líkar ekki veðrið á íslandi, bíddu þá í 10 mínútur og þá verður komið annað veður."
þriðjudagur, 10. mars 2009
Rússneskt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli