....blanda af dvergkanínu og venjulegri eins og gæludýrabúðin í Kringlunni seldi okkur um árið. Mér datt það bara í hug þegar ég rakst á frétt í dag um þessa kanínu sem er víst orðin 15 kíló.
Okkar kanínur áttu ekki að verða mikið stærri en dvergkanínur (skv gæludýrabúðinni) og voru ca á stæð við naggrís þegar við fengum þær. Stelpurnar náttúrulega himinlifandi, búið að redda búri og úbúa pláss í bílskúrnum við glugga.
En familían Ólafsdóttir var ekki lengi í paradís. "Dvergkanínurnar" stækkuð ískyggilega hratt og mikið, borðuðu á við hesta af fóðri og ýmis konar grænmeti, búrið hefði þurft hreinsun oft á dag og lyktin í bílskúrnum var eftir því. Ekki var hentugt að fara með þær út í garð, því þær virtust vera einstaklega lagnar við að kippa grasinu upp með rótum þannig að það voru stórir moldarblettir á víð og dreif. Áhugi stelpnanna fyrir umhirðunni fór náttúrulega snarminnkandi dag frá degi og að lokum samþykktu þær að ég myndi ath hvort einhver gæludýrabúð myndi taka við þeim.
Gæludýrabúðin í Kringlunni vildi þær að sjálfsögðu ekki aftur og ég prófaði Fiskó í Kópavoginum og sagði þeim að þetta væri svona blanda af dvergkanínu og venjulegri (bara endursagði lýsinguna frá hinni gæludýrabúðinni). Þeir í Fiskó voru bara jákvæðir ... alveg þangað til við mættum með kanínurnar á svæðið og önnur þeirra, ekkert ósvipuð þeirri sem er á myndinni, flæddi yfir allt fangið á Kolbrúnu þar sem hún rogaðist með hana inn í búðina. Jamm, hún fékk víst líka að rogast með hana út úr búðinni aftur og við losnuðum ekki við þær í það skiptið. En í Fiskó fengum við alla vegana að vita hvaða tegund af kanínum okkur höfðu verið seldar í gæludýrabúðinni í Kringlunni ... nefnilega HOLDAKANÍNUR.
Það gekk reyndar að lokum að losna við kanínurnar rétt áður en við fluttum til Noregs og endaði með að góð (og væntanlega mjög bjartsýn) ung fjölskylda samþykkti að taka við þeim. En við lærðum okkar lexíu. ALDREI AFTUR KANÍNUR.
2 ummæli:
Hehehe góð!!
Jæks!
Skrifa ummæli