Og áfram Moskvumyndir í boði Kolbrúnar :o)
Rússneskt orðatiltæki segir að yfir Mosku sé Kreml og yfir Kreml sé bara Guð. Kreml samanstendur af mörgum byggingum og í kringum þær er rúmlega 2 km langur múr. Upprunalega Kreml var byggð um 1150 og þá ætlað sem hernaðarmannvirki. Síðan var "flikkað" svolítið upp á þetta og Ivan 3. sem var orðlagður fyrir góðan smekk, flutti inn arkitekta, málara og gullsmiði bæði frá öðrum hlutum Rússlands og frá Ítalíu.
Ýmsar árásir og brunar gengu þó nærri byggingunum næstu árin og það var ekki fyrr en eftir uppreisnina 1917 sem Kreml fékk aftur status sem valdastaður.
föstudagur, 27. mars 2009
Kreml
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flott mynd! =)
-Hrund
Skrifa ummæli