Bryndís útbjó þessa fínu körfu handa mér í páskagjöf. Ég hef reyndar lúmskan grun um að það hafi verið gert til að ég myndi ekki borða jafn mikið af hennar eggi, en ég lét þann grun ekkert vera að angra mig og borðaði bara af hennar eggi líka :-)
Við komumst annars að því í gær að við þurfum að fara að fjárfesta í almennilegum skurðarhníf. Við ákváðum nefnilega að hafa páskalamb í matinn í gær og hnífasett familíunnar er orðið ansi gamalt og ansi bitlaust. Og það hefur svo sem ekkert plagað okkur. Við kaupum oftast brauð sem er niðurskorið og erum eiginlega aldrei með fínt kjöt sem ekki er hægt að skera með gaffli. Læri var t.d síðast keypt á páskunum 2007.
En ég lenti í gær í smá samanburði við Auði systur sem þykir einstaklega snjöll að skera niður læri þegar svo ber undir:
"Auður frænka sker niður kjötið með þokka, en þú virðist vera að reyna að drepa lærið"
Hmmm, er að hugsa um að fjárfesta í góðum skurðarhníf fyrir næsta læri.
mánudagur, 13. apríl 2009
Páskanammi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hérna - lambið er dautt - þið vitið það, er það ekki ;-)
Gleðilega páska, eða það sem eftir er af þeim!
Jú, jú, ég vissi það alveg (annars getur maður aldrei verið of viss). En ég leit víst ekki út fyrir að vita það, séð frá sjónarhorni dóttur minnar ;-)
hehe..ég hélt að það væri ekki hægt fyrr en ég sá þig ;)
-Hrund
Skrifa ummæli