Á föstudaginn síðasta byrjaði svokallað russtímabil hjá útskriftarnemum í framhaldsskólum. Á þessu tímabili eiga útskriftarnemar að vera í smekkbuxum (rauðum ,bláum, grænum, svörtum o.s.frv eftir útskriftarbrautum). Tímabilið byrjar alltaf 17.apríl og þann dag á útskriftarhópurinn að vera í buxunum öfugum. Að kvöldi 17.apríl er svo hin svokallaða "vrengefest" þar sem buxunum er snúið við á miðnætti og í ljós koma allir skemmtilegu límmiðarnir sem skreyta þær að utanverðu. Þessi mynd var tekin snemma að morgni 17 .apríl, mín á leiðinni í skólann og buxurnar að sjálfsögðu öfugar skv hefðinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sætog fín - eins og alltaf!
Skrifa ummæli