Mér var bent á það af Hrund að ég væri hrikalega löt í blogginu. Það má kannski segja að ég sé svona tarnamanneskja á því sviði. Eða þá að það er ekkert sérstakt að gerast á bænum. Bara svona þetta venjulega. Amk letitörn í blogginu núna.
Ég get annars verið alveg hrikalega utan við mig (eins og dætur mínar þekkja mjög vel ;o)). Ég fékk nefnilega sms í farsímann minn um daginn frá símafyrirtækinu um að fara inn á þjónustusíðuna þeirra og skoða mms sem ég hafði fengið (er með MJÖG einfalda útgáfu af farsíma) frá númeri sem ég kannaðist ekkert við. Ok, ég fór inn á þjónustusíðurnar en þar sem ekkert gekk að opna mmsið þar, þá fletti ég númerinu upp í símaskránni á netinu. Og fékk uppgefið að ÉG væri skráð fyrir því. Svona er það, maður setur númerin hjá börnunum sínum inn í minnið á símanum og smellir svo bara á nöfnin þeirra þegar maður þarf að hringja í þau. Jebb, númerið var frá Bryndísar síma og ég náttúrulega skráð fyrir númerinu ;-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli