Hún Hrund tók sig til í gær og bakaði alveg æðislegt bananabrauð. Hún studdist við uppskriftina úr matreiðslubók Hjartaverndar "Af bestu lyst", en gerði hana aðeins hollari (minnkaði sykur og bætti við heilhveiti).
Hrundar útgáfa er svona:
3-4 þroskaðir bananar
2 1/2 dl haframjöl (Hjartaverndaruppskriftin sagði All Bran eða annað gróft korn)
1 dl matarolía
1 dl sykur
2 egg
3 dl hveiti
2 dl heilhveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 - 1 dl grófsaxaðar hnetur (Hrund notaði 1/2 dl af heslihnetum)
1) Stappið bananana og blandið haframjöli saman við. Látið standa í 3 mín, eða þangað til kornið er orðið lint.
2) Þeytið saman olíu, egg og sykur í annari skál
3) Blandið bananahrærunni saman við eggjablönduna
4) Bætið hveiti, lyftidufti, salti og hnetum í deigið
5) Setjið deigið í smurt aflangt kökuform
6) Bakið á neðstu rim við 180 gráður í ca 1 klst
7) Kælið vel áður en brauðið er sneitt niður
Brauðið passaði rosalega vel með smjöri og osti en Bryndís var reyndar ekki hrifin af hnetunum og það mætti alveg sleppa þeim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli