Skv hefð norðmanna, þá eiga útskriftarnemar að vera í buxunum í mánuð og mega ekki þvo þær á meðan. Tímabilinu fylgja líka hin svokölluðu russekort, þar sem hver útskriftarnemi fær með buxunum nokkur hundruð kort með nafni, mynd og móttó eða athugasemdum (mjög misjafnlega gáfulegum). það er svo yngri kynslóðin (jafnaldrar Bryndísar og yngri) sem eru að safna kortunum og markmiðið náttúrulega að ná sem stærstum bunka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli