fimmtudagur, 23. apríl 2009

Gleðilegt sumar


Sumargjöf, originally uploaded by HO Myndir.

Jæja, þá er sumarið komið á Íslandi, amk á pappírunum. Við höfum haldið í íslensku hefðina með sumargjafir hérna Lilleström og í ár var engin undantekning. Sumir voru duglegri en aðrir að vakna eins og gengur og annar af morgunhönum heimilisins (Hrund) var byrjuð að baka morgunverðarbollur kl 6:30. Við Bryndís vorum seinni fram úr og önnur okkar var svolítið snúin af því að hún fékk ekki pakkann sinn í rúmið í þetta skiptið. En eftir morgunverð fengu allar sumargjafir og að öðrum gjöfum ólöstuðum, þá var mín ein sú allra flottasta sem ég hef fengið, nefnilega heimatilbúin klippikort fyrir hin ýmsu tækifæri. Allt frá morgunverðum, kvöldverðum, eftirréttum og bakstri að eigin vali og upp í skemmtilega hjóla og göngutúra, og svo fylgdi meira að segja með klippikort upp á frið fyrir ungunum í tvö skipti, hehe ;o)
Svo flott kort að það liggur við að ég tími ekki að láta klippa í þau :-)

Annars er það helst að frétta að ég pantaði loksins farið til Íslands í gær. Ekki seinna vænna því Flugleiðir hækkaði öll verð tvöfalt (nú eiga námsmenn að blæða fyrir styrkinn til sjálfstæðisflokksins) og SAS fylgdi í kjölfarið með hækkanir. En ég náði eina deginum hjá SAS sem ekki var með svínslegum hækkunum á, svo nú er því verkefni amk lokið.

En ég óska öllum gleðilegs sumars og vona að allir fái flottan dag (og náttúrulega flott sumar).

2 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Gleðilegt sumar!

Sveinn sagði...

Gleðilegt sumar, kæru frænkur.