þriðjudagur, 31. mars 2009

Vasilijdómkirkjan


Vasilijdómkirkjan, originally uploaded by HO Myndir.

Og áfram Moskvumyndir í boði Kolbrúnar :o)

Vasilljdómkirkjan er frægasta kirkjan í Rússlandi og stendur við endann á Rauða torginu. Hún var pöntuð af Ivan grimma sem tákn um sigra hans yfir borginni Kazan og var fullbúin árið 1561. Sagan segir að Ivan hinn grimmi hafi verið hræddur um að arkitektinn myndi búa til enn fallegri kirkju annars staðar og því stungið augun úr honum þegar kirkjan var fullbúin.
Á annari hæð er völundarhús af göngum og 9 litlum kapellum sem hver og ein er vígð til heiðurs einum af 9 dýrlingum og hver kapella hefur sína eigin skreytingu.

Á rauða torginu


Á rauða torginu, originally uploaded by HO Myndir.

Upprunalega hét Rauða torgið "Fallega torgið" þar sem upprunalega þýðingin á rússneska orðinu "krasnaja" var fallegur. Síðan breyttist þýðingin á orðinu og fræðingar vilja meina að það sé hrein tilviljun að hægt sé að tengja nýju þýðinguna við kommúnismann. En húsin eru amk rauð á litinn, hver sem ástæðan er.

Turn


Turn, originally uploaded by HO Myndir.

Rautt


Rautt, originally uploaded by HO Myndir.

Stalingrad


Stalingrad, originally uploaded by HO Myndir.

Á Rauða torginu voru margir ca hálfs meters háir veggir og hver um sig bar nafn einnar borgar.

Gröf óþekkta hermannsins


Gröf óþekkta hermannsins, originally uploaded by HO Myndir.

Rétt hjá Rauða torginu og Kreml var gröf óþekkta hermannsins. Gröfin var sett árið 1967 til minja um sigurinn yfir nasismanum og staðurinn er vaktaður af hermönnum. Á granítplötunni stendur: "þitt nafn er óþekkt, en þín dáð er ódauðleg"

Hjátrú


Hjátrú, originally uploaded by HO Myndir.

Á einni af neðanjarðarlestarstöðvum Moskvu var fullt af styttum og það að snerta trýnið á hundinum átti að veita vegfarendum heppni.

sunnudagur, 29. mars 2009

2ja tíma munur

Þá er sumartíminn kominn í Noregi. Klukkan færðist fram um einn tíma sem þýðir að nú er 2ja tíma munur á Íslandi og okkur. Eins gott að passa sig að hringja ekki í fólk of snemma á morgnana.

föstudagur, 27. mars 2009

Kreml


Kreml, originally uploaded by HO Myndir.

Og áfram Moskvumyndir í boði Kolbrúnar :o)
Rússneskt orðatiltæki segir að yfir Mosku sé Kreml og yfir Kreml sé bara Guð. Kreml samanstendur af mörgum byggingum og í kringum þær er rúmlega 2 km langur múr. Upprunalega Kreml var byggð um 1150 og þá ætlað sem hernaðarmannvirki. Síðan var "flikkað" svolítið upp á þetta og Ivan 3. sem var orðlagður fyrir góðan smekk, flutti inn arkitekta, málara og gullsmiði bæði frá öðrum hlutum Rússlands og frá Ítalíu.
Ýmsar árásir og brunar gengu þó nærri byggingunum næstu árin og það var ekki fyrr en eftir uppreisnina 1917 sem Kreml fékk aftur status sem valdastaður.

Tsar klukkan


Tsar klukkan, originally uploaded by HO Myndir.

Tsar klukkan vegur 200 tonn og hefur þann heiður að teljast heimsins stærsta klukka. Klukkan átti upprunalega að tróna upp í klukkuturni Ivans mikla í Kreml, en áður en það náðist að koma henni upp, braust út mikill eldur í Kreml þannig að klukkan ofhitnaði. Einhver úr slökkviliðinu ætlaði þá að redda klukkunni með því að kæla hana með vatni, en það varð hins vegar til þess að stórt margra tonna stykki hrökk úr henni og síðan hefur hún verið skraut á jörðu niðri.

Tsar fallbyssan


Tsar fallbyssan, originally uploaded by HO Myndir.

Tsar fallbyssan er frá árinu 1586, stendur fyrir utan byggingarnar í Kreml og telst vera stærsta fallbyssa í heimi. Hún vegur ein 40 tonn og hefur kaliber upp á 890 mm, en hafði þann "smávægilega" hönnunargalla að geta aldrei skotið neinum kúlum.

Arrgghhh ...

... það snjóar og snjóar og snjóar. Og ég sem hélt að veturinn væri búinn.

þriðjudagur, 24. mars 2009

Múr


Múr, originally uploaded by HO Myndir.

Myndir næstu daga verða í boði Kolbrúnar þar sem hún tók myndavél heimilisins með sér í Moskvuferðina. Blokkir eru algengasta byggingarformið í Moskvu og svo sem ekki þær fallegustu. Þessi mynd var tekin frá skólanum sem Kolbrún fór í þessa dagana og okkar skiptinemi gengur venjulega í.

Moskvumyndirnar eru hins vegar ekki allar svona litlausar og við mæðgurnar lofum meiri litum og lífi í myndum næstu daga :-)

Aðaldyrnar á blokkinni


Aðaldyrnar á blokkinni, originally uploaded by HO Myndir.

Eins og skiptineminn útskýrði það, þá bjó betur stæða fólkið í blokkunum en verr stæða fólkið í lágreistu húsunum. Þessi blokk var ein af þeim betur útbúnu en aðaldyrnar (og einu dyrnar) litu samt svona út.

Það verður samt að bætast við að þótt inngangurinn á blokkinni hafi verið svona hráslagalegur, þá var íbúðin sjálf mjög hlýleg og heimilisleg.

Út um gluggann


Út um gluggann, originally uploaded by HO Myndir.

Blokkir voru algengastar og þessa mynd tók Kolbrún út um gluggann þar sem hún bjó.

Rúður


Rúður, originally uploaded by HO Myndir.

Þessa mynd tók Kolbrún inn í íbúðinni þar sem hún bjó. Það skemmtilega við myndina er að einu hurðirnar sem voru með gleri í, voru hurðirnar að klósettinu annars vegar (til vinstri) og sturtuherberginu hins vegar (til hægri). Ekkert privacy þar.

Endurheimting

Ég er búin að enduheimta ungann minn frá Rússlandi og er afskaplega glöð með það. Nokkrar myndir munu svo birtast á blogginu seinna í boði Kolbrúnar.

laugardagur, 21. mars 2009

Spam

Ég rakst á slóð fyrir þá sem eru að fá rusl og "nígeríutilboð" inn í póstboxið sitt. Um að gera að rapportera þetta svo aðrir geti varað sig. Sá m.a. að það var búið að rapportera hið "góða" tilboð sem ég fékk um daginn.

fimmtudagur, 19. mars 2009

Stiklingen



Hún kemur út á morgunn í danskri útgáfu og mér finnst kápan rosalega flott.

Vor

Loksins, loksins er sólin farin að láta sjá sig og snjórinn farinn að bráðna svolítið. Það er reyndar nóg eftir af honum, en hann er orðinn ansi skítugur.
Vorið hefur alltaf verið minn tími og ég elska þegar allt fer að lifna við. það verða samt engar vormyndir í bili þar sem ferðalangur heimilisins tók heimilismyndavélina með sér til Moskvu. En kannski fæ ég bara að setja nokkrar Moskvumyndir inn í staðinn þegar daman kemur heim :-)

mánudagur, 16. mars 2009

Komin til Moskvu

Jæja nú er Kolbrún komin til Moskvuborgar. Við mæðgurnar röltum niður á lestarstöð kl 6 í morgunn og hún tók lestina út á flugvöll þar sem hún hitti hópinn sem hún fór með. Svo er ég náttúrulega búin að fylgjast með mínum unga gegnum sms og heyrði svo í henni á skype áðan. Hljóðið var bara gott í henni, allt gengið vel og móðir Ellu (skiptinemans okkar) búin að elda ofan í hana rússneska súpu. Svo munu stöllurnar fara eitthvað út í kvöld ásamt tveimur öðrum og skoða rússneskt bæjarlíf.
Sem sagt allt í góðu gengi og mútter voða fegin að allt virðist ætla ganga vel :-)

sunnudagur, 15. mars 2009

föstudagur, 13. mars 2009

Æft


Æft, originally uploaded by HO Myndir.

Og mamman elskar að láta spila fyrir sig :o)

"Hús"


"Hús", originally uploaded by HO Myndir.

Það var einhver búinn að byggja sér smá "hús" upp á Uxafjallinu í gær sem minnti óneitanlega á einhverja lýsingu úr sögunni um grísina þrjá.

miðvikudagur, 11. mars 2009

Russeball


Russeball, originally uploaded by HO Myndir.

Einn af skemmtilegu viðburðunum sem tilheyrir "russ tímanum" hjá útskriftarnemum er hið árlega russeball sem er haldið í febrúar. Samkvæmiskjólar eru skilyrði og í ár var ballið haldið á Thon hótelinu sem er í Lilleström með tilheyrandi flottheitum og góðum mat. Ég var náttúrulega ekki á staðnum en er engu að síður búin að viða að mér nokkrum myndum ;-) og þar með talið þessari :o)

Russeball


Russeball, originally uploaded by HO Myndir.

þriðjudagur, 10. mars 2009

Rússneskt


Rússneskt, originally uploaded by HO Myndir.

Mér áskotnaðist þessi fallegi rússneski konfektkassi í gær, þegar rússneski skiptineminn, hún Ella, kom til okkar. Ella verður hjá okkur fram á föstudag og á mánudaginn næsta fer svo Kolbrún til Moskvu og gistir þá heima hjá henni.

Annars er alveg endalaust slabb hérna núna og því kannski ekki akkúrat skemmtilegasti tíminn fyrir ferðamenn. Á sunnudaginn kyngdi niður snjó, í gær var slyddurigning, og í dag er ca 5 stiga hiti úti og því allt að bráðna. Svo á víst að koma meiri slydda, svo frost, o.s.frv. og veðurfarið núna því farin að líkjast íslensku veðurfari ískyggilega. Eða eins og fróður maður sagði: "Ef þér líkar ekki veðrið á íslandi, bíddu þá í 10 mínútur og þá verður komið annað veður."

laugardagur, 7. mars 2009

Hún skyldi þó ekki vera ...




....blanda af dvergkanínu og venjulegri eins og gæludýrabúðin í Kringlunni seldi okkur um árið. Mér datt það bara í hug þegar ég rakst á frétt í dag um þessa kanínu sem er víst orðin 15 kíló.

Okkar kanínur áttu ekki að verða mikið stærri en dvergkanínur (skv gæludýrabúðinni) og voru ca á stæð við naggrís þegar við fengum þær. Stelpurnar náttúrulega himinlifandi, búið að redda búri og úbúa pláss í bílskúrnum við glugga.

En familían Ólafsdóttir var ekki lengi í paradís. "Dvergkanínurnar" stækkuð ískyggilega hratt og mikið, borðuðu á við hesta af fóðri og ýmis konar grænmeti, búrið hefði þurft hreinsun oft á dag og lyktin í bílskúrnum var eftir því. Ekki var hentugt að fara með þær út í garð, því þær virtust vera einstaklega lagnar við að kippa grasinu upp með rótum þannig að það voru stórir moldarblettir á víð og dreif. Áhugi stelpnanna fyrir umhirðunni fór náttúrulega snarminnkandi dag frá degi og að lokum samþykktu þær að ég myndi ath hvort einhver gæludýrabúð myndi taka við þeim.
Gæludýrabúðin í Kringlunni vildi þær að sjálfsögðu ekki aftur og ég prófaði Fiskó í Kópavoginum og sagði þeim að þetta væri svona blanda af dvergkanínu og venjulegri (bara endursagði lýsinguna frá hinni gæludýrabúðinni). Þeir í Fiskó voru bara jákvæðir ... alveg þangað til við mættum með kanínurnar á svæðið og önnur þeirra, ekkert ósvipuð þeirri sem er á myndinni, flæddi yfir allt fangið á Kolbrúnu þar sem hún rogaðist með hana inn í búðina. Jamm, hún fékk víst líka að rogast með hana út úr búðinni aftur og við losnuðum ekki við þær í það skiptið. En í Fiskó fengum við alla vegana að vita hvaða tegund af kanínum okkur höfðu verið seldar í gæludýrabúðinni í Kringlunni ... nefnilega HOLDAKANÍNUR.
Það gekk reyndar að lokum að losna við kanínurnar rétt áður en við fluttum til Noregs og endaði með að góð (og væntanlega mjög bjartsýn) ung fjölskylda samþykkti að taka við þeim. En við lærðum okkar lexíu. ALDREI AFTUR KANÍNUR.





miðvikudagur, 4. mars 2009

Útskriftarmyndin


Útskriftarmyndin, originally uploaded by HO Myndir.

Hrund verður russ í sumar og í janúar voru teknar bæði einstaklings- og hópmyndir af öllum útskriftarnemendunum. Liturinn á húfunum er mismunandi eftir línum, rauði liturinn er fyrir stúdentspróf, en svo eru til (held ég) amk bláar, svartar og hvítar.

sunnudagur, 1. mars 2009

Hva ønsker du mer

Það bættist við stórfjölskylduna 25. febrúar síðastliðinn þegar Bjarni bróðursonur og Matja konan hans urðu foreldrar í annað sinn. Sem "gömul skrítin frænka" þá hef ég afskaplega gaman af því að fylgjast með unga fólkinu í fjölskyldunni og kíki reglulega inn á heimasíður frændfólksins til að fylgjast með. Í morgunn kíkti ég einmitt bæði á bræðrasíðuna hjá Ólafi Gunnari og nýfæddum litlabróður og síðuna hjá Arngrími Benedikt sem er sonur Hrafnhildar systurdóttur og datt eftir þau innlit eitt af fallegu ljóðunum sem Kaspara Mørk hefur ort í hug.


Hva ønsker du mer

En lubben og varm liten onge
som spreller og sparker og ler,
som sutter og skratter og kaver.
Hva kan du vel ønske deg mer?

En onge som strever og stabber
og snubler og stuper på slomp,
som sikler og søler og sutrer
klissvåt på mave og stomp.

En onge som sover så rolig
med hånd under hake og kinn,
mens trekkene tydelig taler
om gløtten i himmelen inn.

En onge med øyne i undring
mot dagen og alt det som skjer,
som søker i sorger og gleder
til deg. Hva ønsker du mer?

En frisk liten menneskespire
med evner og anlegg fra fler,
er håpet for dagen i morgen.
Si meg, hva ønsker du mer?

Kaspara Mørk (Røsslyng, 1982)