Það er búið að vera fínt veður undanfarna daga, þrátt fyrir að íslendingur hafi verið í heimsókn hjá okkur. Það hefur nefnilega verið tilfellið að í hvert skipti sem við fáum heimsókn frá Íslandi, kemur versta veður og veðrið sem amma stelpnanna fékk í mai síðastliðnum toppaði allt, enda versta maiveður í 50 ár í Noregi.
En það er samt alltaf svo gaman að fá heimsókn og síðustu daga vorum við svo heppnar að fá Katrínu Sif vinkonu stelpnanna til okkar.
Við erum ekki búin að fá neina húshitun á hjá okkur ennþá og því verður ansi kalt inni á nóttunni þegar hitastigið úti fer í frost. Það hlýnar samt yfir daginn þá daga sem sólin skín og stundum jaðrar við að það sé hlýrra úti en inni. Og oft er ráðið við hrollinum að fara út og ganga sér til hita. Við Bryndís fórum á bæjarflakk í gær eins og svo oft áður og á leiðinni hittum við m.a. þennan þröst sem var að gæða sér á síðustu reyniberjum haustsins.
mánudagur, 20. október 2008
Í reynitré
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman að heyra og sjá frá þér og dætrunum.
Kveðja.
Skrifa ummæli