mánudagur, 20. október 2008

Húsin við stíginn


Húsin við stíginn, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi hús standa við Nittelva og eru mjög reisuleg og falleg. Þegar ég flutti til Noregs, var svæðið við ána eitt af mínum uppáhalds. Undanfarið ár hafa þó verið miklar byggingarframkvæmdir þarna, bæði viðbót á opinberum byggingum og svo íbúðarblokkum. Það þýðir að á virkum dögum þegar framkvæmdir eru í gangi með tilheyrandi vinnuvélahávaða og moldroki, er lítið gaman að vera þarna. Í gær var hins vegar sunnudagur og svæðið því iðandi af fjölskyldufólki. Myndin er tekin af bryggjunni við ána og þó húsin séu falleg, sést glitta í einn af mörgum byggingarkrönum efst í vinstra horni.

Engin ummæli: