föstudagur, 17. október 2008

Haframjölsbrauð


Haframjölsbrauð, originally uploaded by HO Myndir.

Hún Hrund bakaði svo gott brauð um daginn með matnum að ég verð eiginlega að setja uppskriftina inn. Uppskriftin er upprunalega úr fyrri matreiðslubók Hjartaverndar (Af bestu lyst) en Hrund breytii henni þar sem henni fannst vera of mikið hveiti í uppskriftinni og hafði 50/50 hveiti og heilhveiti. Að öðru leiti fékk upprunalega uppskriftin að halda sér.
En breytt uppskrift Hrundar er svona:

6 dl hveiti
6 dl heilhveiti
2 1/2 dl grófvalsað haframjöl
2 tsk sykur
2 tsk gróft salt
1 bref þurrger
4 dl léttmjólk, volg
1 dl súrmjólk
1/2 dl matarolía
1 egg til penslunnar
grófvalsaðir hafrar til skrauts

Deigiðer látið hefast tvisvar, fyrst klst og svo hálftíma, og fléttað fyrir hefingu nr tvö. Svo er það bakað við 200 gráður í 30 mín.

Engin ummæli: