föstudagur, 17. október 2008

Hálfar myndir

Ef einhver hefur hugmynd um af hverju myndir sem teknar eru lárétt komast bara með 2/3 hluta inn á bloggið, þá eru góð ráð vel þegin. Þetta var ekki svona fyrst þegar ég byrjaði að blogga, en í sumar virtist eins og stillingarnar hefðu eitthvað breyst og ég er ekki nógu klár í tölvumálum til að geta fundið út úr þessu. Hef bara reynt að redda mér með því að hafa myndirnar lóðréttar á blogginu en það gleymdist þegar ég tók mynd af haframjölsbrauðinu hennar Hrundar og því vantar hluta af því á myndina.

2 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Sko, þú ferð inn á flickr. Ofarlega til vinsri er flipi merktur You. Þar undir er Your account. Þaðan ferð þú í Extending flickr. Það neðarlega á síðunni ætti að standa your blogs og til hæri við það edit. Smelltu á edit. Svo smellir þú á layout og þá koma upp ýmsir valmöguleikar staðsetningu mynda á síðunni. Þá getur þú prófað þig áfram og séð hvað kemur best út.

Gangi þér vel!

Hildur sagði...

Takk fyrir góð ráð. Ég prófaði þetta og sá að ég var með stillt á stærstu myndina í sér línu en fannst það samt eiginlega koma best út svo að ég prófaði að breyta útliti síðunnar í staðinn.
Ég leggst betur yfir þetta þegar ég verð búin að skila inn verkefninu.