sunnudagur, 5. október 2008

Dekurdagar

Jæja, nú er haustfríi stelpnanna að ljúka og síðustu dagar hafa verið sannkallaðir dekurdagar fyrir mig. Hrund og Kolbrún ákváðu að taka eldhúsið algjörlega að sér þessa daga og ég hef notið þess að láta bara kalla á mig í matinn.
Í gær eldaði Kolbrún sitt góða Ratatouille sem ég kolféll fyrir fyrst þegar hún eldaði það og það er nú einn af mínum uppáhaldsréttum. Bryndís er reyndar ekki hrifin af þessum rétti, enda er uppistaðan grænmeti. En meðlætið með honum er nýbakað heimabakað brauð (sem Hrund tók að sér að baka i gær) og Bryndís borðar það, svo og salat.
Ratatouille uppskriftin sem Kolbrún notar er úr matreiðslubók sem hún var með í skólanum í fyrra og við búum svo vel að hafa aðgengi að góðu fersku grænmeti sem er á skaplegu verði. En uppskriftin er hérna fyrir neðan og ég mátti bara til með að deila henni öðrum sælkerum.

Ratatoille að hætti Kolbrúnar (fyrir fjóra)
4 msk olía
1 laukur (smátt skorinn)
2 rif hvítlaukur (smátt skorin eða pressuð)
1/2 aubergine (skorið í sneiðar og svo aftur í 4 parta)
1/2 squash (skorið í sneiðar og svo í 4 bita)
1 paprika (í hálfum hringjum)
1 box niðursoðnir tómatar (brytjaðir)
10 blöð ferskt basilikum
4 greinar ferskt timian
1 tsk salt
pipar eftir smekk

Fyrst er laukurinn og hvítlaukurinn látinn malla smá stund i olíunni og svo er hinu bætt út í og látið malla í 10 - 15 mínútur.

3 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Mmmmm - þetta hljómar vel.

Nafnlaus sagði...

þetta hljómar vel í öllu þessu krepputali..en hvað er squash er það grasker??
Kveðja til ykkar allra:)
Dagný

Hildur sagði...

Kolbrún heldur að Squash sé kúrbítur á íslensku. Þetta er grænmetið sem lítur út eins og breið agúrka, en kanski heldur styttri.