laugardagur, 11. október 2008

Búin að panta jólaferð

Ég tók mig til í morgunn og pantaði jólaferðina til Íslands. Var búin að vera í biðstöðu undanfarna daga, en datt svo niður á gott boð hjá Flugleiðum og pantaði fram og til baka á skaplegu verði og hentugum ferðatíma. Stelpurnar fá smá auka jólafrí þar sem besta fargjaldið til Íslands var 17. des eða var viku fyrir jól. Bryndís var að sjálfsögðu mjög ánægð með það enda taldist henni til að þá myndi hún ná fleiri gjafmildum íslenskum jólasveinum.

Annars sitjum við Bryndís bara tvær í kotinu í dag, systurnar á blakmóti í Tönsberg. Og úr því að við verðum bara tvær í kvöldmat, þýðir það að unga daman fær að ráða matseðlinum (innan skynsamlegra hollustu- og fjármagnsmarka reyndar).

2 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Þegar mín dama fær að ráða matseðlinum velur hún oftast heimagerða pizzu eða grjónagraut. Kannski ekki spennandi, en allavega ódýrt :-)

Hildur sagði...

Heimatilbúin pizza og grjónagrautur hefur líka verið með því allra vinsælasta á mínum bæ gegnum árin, en í kvöld langar minni í tortilla.