laugardagur, 17. maí 2008

17. Mai


17. Mai, originally uploaded by HO Myndir.

Það er ekki alltaf sól í paradís og þjóðhátíðardagur norðmanna var í þetta skiptið sá kaldasti í 50 ár með frostmarkskulda, roki og rigningu og slyddu á köflum. Skv venju var mæting um morguninn hjá Bryndísar skóla og hverjum bekk raðað upp fyrir gönguna. Eftir ræðuhöld og söng var svo haldið af stað í þramm um bæinn. Og í þetta skiptið var sko þrammað hratt enda allir að reyna að halda á sér hita.

2 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Sæl Hildur!
Ég var að skoða síðuna þína og fallegu myndirnar af dætrum þínum. Þær eru hver annarri myndarlegri og ég er ekki frá því að ég sjá smá ,,ættarsvip" á þeim.

Harpa J

Hildur sagði...

Takk, takk en það er spurning með ættarsvipinn því þær tvær eldri hafa alltaf þótt líkari í föðurættina. En ég á þó smá í þeirri yngstu. Ég hef sömuleiðis haft rosalega gaman af því að skoða myndirnar af þínum börnum og þar leynir ættarsvipurinn sér ekki :)