fimmtudagur, 1. maí 2008
Iðandi spelt
Jæja nú er maimánuður kominn og í tilefni af fríi í dag ákváðum við mæðgunar að hafa speltvöfflur í hádegismat (með grófmöluðu spelti og osti). Stelpurnar höfðu keypt spelt í fyrradag og ég fór og náði í pokann inn í skáp.. Fannst reyndar svolítið skrítið að pokinn var límdur aftur með límbandi úr búðinni. Opnaði svo pokann, leit ofan í hann og sá fullt af einhverju dökku sem líktist heilu korni við fyrstu sýn. En korn var það ekki ..... nei, ónei ..... Korn hreyfa sig ekki ...... Þegar betur var að gáð var allt iðandi af skordýrum í pokanum. Ekki mjög lystaukandi eða þannig sko. Mín ráðlegging: Ekki kaupa matvöru sem hefur opnast í búðinni eða hjá heildsalanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli