miðvikudagur, 28. maí 2008

Biluð þvottavél

Arrgghhhh.......hvernig getur ein þvottavél bilað svona oft. Fyrst bilaði hitaelementið, svo fór tölvukerfi vélarinnar. Núna dælir hún ekki út og þar sem framleiðandinn er danskur og það virðast ekki vera neinir varahlutir á lager í Noregi, þá þarf viðgerðarþjónustan að hringja í þá í Danaveldi og fá leiðbeiningar og varahlutina senda og svo að redda viðgerðarmanni. Ég myndi skilja þetta betur ef vélin væri eldgömul en mér finnst ekki eðlilegt að eins og hálfs árs gömul vél bili svona oft. Mæli ekki með Gram þvottavélum hér eftir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Pirrrr!! Þoli ekki svona heimilistæki sem bila..