Hún Kolbrún eldaði svo rosalega góða blómkálssúpu í gær og mér fannst við hæfi að deila uppskriftinni með öðrum. Það fór reyndar svolítið meiri hvítlaukur í súpuna en uppskriftin sagði til um (4 geirar í stað 2ja) en ég mæli svo sannarlega með þeim variant.
En uppskriftin er svona:
1 blómkálshöfuð í smáum einingum
2 stórar kartöflur brytjaðar í teninga
2 hvítlauksbátar
8 dl grænmetisbuljong (vatn + teningur)
2 dl matarrjómi
2 msk smjör
ferskt oregano og basilikum
salt og pipar
Í uppskriftinni átti reyndar að vera 3 sneiðar hvítt brauð sem átti að brúnast í smjörinu ásamt kryddinu og smá af blómkálinu og svo að setja ofan á hvern disk. Hvítt brauð var náttúrulega ekki til á bænum svo allt krydd + smjör fór bara í súpuna og svo var heimabakað brauð haft með.
Mjög gómsætt og verður örugglega haft aftur :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mmmmm - hljómar vel!
Skrifa ummæli