mánudagur, 27. apríl 2009

Löt í blogginu

Mér var bent á það af Hrund að ég væri hrikalega löt í blogginu. Það má kannski segja að ég sé svona tarnamanneskja á því sviði. Eða þá að það er ekkert sérstakt að gerast á bænum. Bara svona þetta venjulega. Amk letitörn í blogginu núna.

Ég get annars verið alveg hrikalega utan við mig (eins og dætur mínar þekkja mjög vel ;o)). Ég fékk nefnilega sms í farsímann minn um daginn frá símafyrirtækinu um að fara inn á þjónustusíðuna þeirra og skoða mms sem ég hafði fengið (er með MJÖG einfalda útgáfu af farsíma) frá númeri sem ég kannaðist ekkert við. Ok, ég fór inn á þjónustusíðurnar en þar sem ekkert gekk að opna mmsið þar, þá fletti ég númerinu upp í símaskránni á netinu. Og fékk uppgefið að ÉG væri skráð fyrir því. Svona er það, maður setur númerin hjá börnunum sínum inn í minnið á símanum og smellir svo bara á nöfnin þeirra þegar maður þarf að hringja í þau. Jebb, númerið var frá Bryndísar síma og ég náttúrulega skráð fyrir númerinu ;-)

fimmtudagur, 23. apríl 2009

Gleðilegt sumar


Sumargjöf, originally uploaded by HO Myndir.

Jæja, þá er sumarið komið á Íslandi, amk á pappírunum. Við höfum haldið í íslensku hefðina með sumargjafir hérna Lilleström og í ár var engin undantekning. Sumir voru duglegri en aðrir að vakna eins og gengur og annar af morgunhönum heimilisins (Hrund) var byrjuð að baka morgunverðarbollur kl 6:30. Við Bryndís vorum seinni fram úr og önnur okkar var svolítið snúin af því að hún fékk ekki pakkann sinn í rúmið í þetta skiptið. En eftir morgunverð fengu allar sumargjafir og að öðrum gjöfum ólöstuðum, þá var mín ein sú allra flottasta sem ég hef fengið, nefnilega heimatilbúin klippikort fyrir hin ýmsu tækifæri. Allt frá morgunverðum, kvöldverðum, eftirréttum og bakstri að eigin vali og upp í skemmtilega hjóla og göngutúra, og svo fylgdi meira að segja með klippikort upp á frið fyrir ungunum í tvö skipti, hehe ;o)
Svo flott kort að það liggur við að ég tími ekki að láta klippa í þau :-)

Annars er það helst að frétta að ég pantaði loksins farið til Íslands í gær. Ekki seinna vænna því Flugleiðir hækkaði öll verð tvöfalt (nú eiga námsmenn að blæða fyrir styrkinn til sjálfstæðisflokksins) og SAS fylgdi í kjölfarið með hækkanir. En ég náði eina deginum hjá SAS sem ekki var með svínslegum hækkunum á, svo nú er því verkefni amk lokið.

En ég óska öllum gleðilegs sumars og vona að allir fái flottan dag (og náttúrulega flott sumar).

miðvikudagur, 22. apríl 2009

Nú snúa þær rétt


Nú snúa þær rétt, originally uploaded by HO Myndir.

Skv hefð norðmanna, þá eiga útskriftarnemar að vera í buxunum í mánuð og mega ekki þvo þær á meðan. Tímabilinu fylgja líka hin svokölluðu russekort, þar sem hver útskriftarnemi fær með buxunum nokkur hundruð kort með nafni, mynd og móttó eða athugasemdum (mjög misjafnlega gáfulegum). það er svo yngri kynslóðin (jafnaldrar Bryndísar og yngri) sem eru að safna kortunum og markmiðið náttúrulega að ná sem stærstum bunka.

Með nafni og öllu


Með nafni og öllu, originally uploaded by HO Myndir.

Mér finnst ágætt að hafa mína vel merkta ... svona ef hún skyldi týnast ;-)

mánudagur, 20. apríl 2009

Áður en buxunum var snúið við

Á föstudaginn síðasta byrjaði svokallað russtímabil hjá útskriftarnemum í framhaldsskólum. Á þessu tímabili eiga útskriftarnemar að vera í smekkbuxum (rauðum ,bláum, grænum, svörtum o.s.frv eftir útskriftarbrautum). Tímabilið byrjar alltaf 17.apríl og þann dag á útskriftarhópurinn að vera í buxunum öfugum. Að kvöldi 17.apríl er svo hin svokallaða "vrengefest" þar sem buxunum er snúið við á miðnætti og í ljós koma allir skemmtilegu límmiðarnir sem skreyta þær að utanverðu. Þessi mynd var tekin snemma að morgni 17 .apríl, mín á leiðinni í skólann og buxurnar að sjálfsögðu öfugar skv hefðinni.

Always ready


Always ready, originally uploaded by HO Myndir.

Eitt af merkjunum á russbuxunum

fimmtudagur, 16. apríl 2009

Búnar að kjósa

Við Hrund tókum okkur til í gær og drifum okkur í sendiráðið til að kjósa og setja atkvæðin okkar í póst. Þannig að það verður gott fólk í suðvesturkjördæmi sem fær okkar atkvæði.

mánudagur, 13. apríl 2009

Páskanammi


Páskanammi, originally uploaded by HO Myndir.

Bryndís útbjó þessa fínu körfu handa mér í páskagjöf. Ég hef reyndar lúmskan grun um að það hafi verið gert til að ég myndi ekki borða jafn mikið af hennar eggi, en ég lét þann grun ekkert vera að angra mig og borðaði bara af hennar eggi líka :-)

Við komumst annars að því í gær að við þurfum að fara að fjárfesta í almennilegum skurðarhníf. Við ákváðum nefnilega að hafa páskalamb í matinn í gær og hnífasett familíunnar er orðið ansi gamalt og ansi bitlaust. Og það hefur svo sem ekkert plagað okkur. Við kaupum oftast brauð sem er niðurskorið og erum eiginlega aldrei með fínt kjöt sem ekki er hægt að skera með gaffli. Læri var t.d síðast keypt á páskunum 2007.
En ég lenti í gær í smá samanburði við Auði systur sem þykir einstaklega snjöll að skera niður læri þegar svo ber undir:
"Auður frænka sker niður kjötið með þokka, en þú virðist vera að reyna að drepa lærið"
Hmmm, er að hugsa um að fjárfesta í góðum skurðarhníf fyrir næsta læri.

Blóm


Blóm, originally uploaded by HO Myndir.

Þeir sem þekkja mig vita að ég er hrifin af blómum. Bryndís fór niður í bæ með Hrund á laugardaginn fyrir páska og enn var verið að gefa pylsur, páskaegg og blöðrur. Og mín spurði hvort trúðinn hvort hann gæti búið til blóm handa mömmu sinni :o)

Mmm ...


Mmm ..., originally uploaded by HO Myndir.

... sólbakaður og heitur köttur :o)

Spekúlerað


Spekúlerað, originally uploaded by HO Myndir.

Hún fann heslihnetu og var að spá í hvort hún kæmi úr þessu tré.

Klór


Klór, originally uploaded by HO Myndir.

Þeim klæjaði báðum í kollinn og leystu úr því vandamáli með smá samvinnu.

Auglitis til auglitis


Auglitis til auglitis, originally uploaded by HO Myndir.

Úr hverju var þessi setning: "Horfast í augu grámyglur tvær ..." ?

Á ferð


Á ferð, originally uploaded by HO Myndir.

Bryndís hefði alveg viljað fá far þarna.

Hjólatúr


Hjólatúr, originally uploaded by HO Myndir.

Það er búið að dusta rykið af hjólinu.

fimmtudagur, 9. apríl 2009

Gleðilega páska


Gleðilega páska, originally uploaded by HO Myndir.

Jæja, þá er familían Ólafsdóttir komin í langþráð páskafrí. Hrund og Kolbrún eru búnar að vera í prófum og verkefnum upp að eyrum í skólanum og Bryndís í læknaheimsóknum og rannsóknum vegna margra vikna ógleði, verkja og sviða í maga. Í bili virðast magalyfin sem hún fékk vera að virka og hún hlakkar mikið til að borða páskaeggið sem hún fékk sent frá pabba sínum. Hún er amk komin í fríi frá rannsóknum sem munu þó halda áfram eftir páskana.

En lesendum bloggsins óska ég gleðilegra páska og vona að allir fái flott páskaveður, góðan mat og skemmtilegan tíma með fjölskyldum og vinum.

Páskaungi


Páskaungi, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi var föndraður í skólanum.

Hrund


Hrund, originally uploaded by HO Myndir.

Úrhelli


Úrhelli, originally uploaded by HO Myndir.

Þær fóru í bæjarferð í gær í úrhellisrigningu. Ekkert mál, bara að hafa réttu græjurnar meðferðis.
Á torginu og inn í verslanamiðstöðinni í bænum var verið að bjóða upp á ókeypis grillaðar pylsur, páskaeggjaleit, blöðrufígúrur og andlitsmálningu. Og þá lætur maður ekki smá rigningu aftra sér. Hrund tók að sér að fara með systur sinni í bæinn og sjá um páskainnkaupin í leiðinni. Mamman er með öðrum orðum aftur komin í tímabil dekurs á hótel dætrum.

Eftir bæjarferðina


Eftir bæjarferðina, originally uploaded by HO Myndir.

Merkilegt hvað hægt er að búa til úr blöðrum án þess að sprengja þær.
Trúðurinn sem bjó blöðrurnar til var víst ansi skemmtilegur: "HAAA,´þú verður að tala hærra, ég heyri svo illa. Ég gleymdi nefnilega gleraugunum mínum heima."

sunnudagur, 5. apríl 2009

Bananabrauð

Hún Hrund tók sig til í gær og bakaði alveg æðislegt bananabrauð. Hún studdist við uppskriftina úr matreiðslubók Hjartaverndar "Af bestu lyst", en gerði hana aðeins hollari (minnkaði sykur og bætti við heilhveiti).

Hrundar útgáfa er svona:

3-4 þroskaðir bananar
2 1/2 dl haframjöl (Hjartaverndaruppskriftin sagði All Bran eða annað gróft korn)
1 dl matarolía
1 dl sykur
2 egg
3 dl hveiti
2 dl heilhveiti
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 - 1 dl grófsaxaðar hnetur (Hrund notaði 1/2 dl af heslihnetum)


1) Stappið bananana og blandið haframjöli saman við. Látið standa í 3 mín, eða þangað til kornið er orðið lint.
2) Þeytið saman olíu, egg og sykur í annari skál
3) Blandið bananahrærunni saman við eggjablönduna
4) Bætið hveiti, lyftidufti, salti og hnetum í deigið
5) Setjið deigið í smurt aflangt kökuform
6) Bakið á neðstu rim við 180 gráður í ca 1 klst
7) Kælið vel áður en brauðið er sneitt niður

Brauðið passaði rosalega vel með smjöri og osti en Bryndís var reyndar ekki hrifin af hnetunum og það mætti alveg sleppa þeim.

laugardagur, 4. apríl 2009

Búkona


Búkona, originally uploaded by HO Myndir.

Jæja, nú koma síðustu myndirnar í boði Kolbrúnar úr Rússlandsferðinni. :o)

Í þessari síðustu syrpu eru myndir úr heimsókn á leikskóla þar sem börnin vöru búin að setja sýningu þar sem þau léku rússnesk ævintýr til að sýna gestunum. Gífurlega flott hjá þeim og þau hafa greinilega verið búin að æfa lengi. Norski hópurinn fékk reyndar bara að koma inn í þetta eina herbergi á leikskólanum sem búið var að búa upp með tjöldum og leikmynd en börnin stóðu sig frábærlega.

Hugsun


Hugsun, originally uploaded by HO Myndir.

Leikmynd


Leikmynd, originally uploaded by HO Myndir.

Leikmyndin hjá þeim var ótrúlega flott.

Þjóðdans


Þjóðdans, originally uploaded by HO Myndir.

Bóndi með gullegg


Bóndi með gullegg, originally uploaded by HO Myndir.

Sungið


Sungið, originally uploaded by HO Myndir.