fimmtudagur, 30. október 2008

Mæðgur


Mæðgur, originally uploaded by HO Myndir.

Henni fannst ómögulegt að hafa snjókerlinguna án dóttur.

Fín


Fín, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi kerling var voða fín. Verst hvað vélin fókuserar illa hjá mér.

Fyrsta kúlan


Fyrsta kúlan, originally uploaded by HO Myndir.

Það er náttúrulega ekki hægt að láta snjó bara liggja.

Í garðinum


Í garðinum, originally uploaded by HO Myndir.

Það snjóaði í gær og því orðið ansi vetrarlegt. Og í kjölfarið fær baðherbergið okkar ansi tætingslegt yfirbragð, þ.e. blautur fatnaður og töskur liggja eins og hráviði yfir allt. Maður er rétt búinn að ná að þurrka eitt, þegar næsti kemur inn úr dyrunum.

miðvikudagur, 29. október 2008

Húshitun

Loksins, loksins komin hiti á ofnana. Ég hitti dóttur húseigandans í gær og tókst í kjölfarið að kría út húshitun. Og það passaði alveg, því nú er orðið ansi vetrarlegt hérna, allt hvítt af snjó.

sunnudagur, 26. október 2008

Kominn vetrartími

Í nótt breyttist tíminn í vetrartíma og því er ekki nema 1 klst munur á Íslandi og Noregi núna. Það minnkar töluvert líkurnar á því að maður hringi í fólk á Íslandi allt of snemma á morgnana.

laugardagur, 25. október 2008

Brrrrrr

Eki nema 7 stiga hiti úti, hvasst og kyndingin ekki komin í gang.

mánudagur, 20. október 2008

Í reynitré


Í reynitré, originally uploaded by HO Myndir.

Það er búið að vera fínt veður undanfarna daga, þrátt fyrir að íslendingur hafi verið í heimsókn hjá okkur. Það hefur nefnilega verið tilfellið að í hvert skipti sem við fáum heimsókn frá Íslandi, kemur versta veður og veðrið sem amma stelpnanna fékk í mai síðastliðnum toppaði allt, enda versta maiveður í 50 ár í Noregi.
En það er samt alltaf svo gaman að fá heimsókn og síðustu daga vorum við svo heppnar að fá Katrínu Sif vinkonu stelpnanna til okkar.

Við erum ekki búin að fá neina húshitun á hjá okkur ennþá og því verður ansi kalt inni á nóttunni þegar hitastigið úti fer í frost. Það hlýnar samt yfir daginn þá daga sem sólin skín og stundum jaðrar við að það sé hlýrra úti en inni. Og oft er ráðið við hrollinum að fara út og ganga sér til hita. Við Bryndís fórum á bæjarflakk í gær eins og svo oft áður og á leiðinni hittum við m.a. þennan þröst sem var að gæða sér á síðustu reyniberjum haustsins.

Húsin við stíginn


Húsin við stíginn, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi hús standa við Nittelva og eru mjög reisuleg og falleg. Þegar ég flutti til Noregs, var svæðið við ána eitt af mínum uppáhalds. Undanfarið ár hafa þó verið miklar byggingarframkvæmdir þarna, bæði viðbót á opinberum byggingum og svo íbúðarblokkum. Það þýðir að á virkum dögum þegar framkvæmdir eru í gangi með tilheyrandi vinnuvélahávaða og moldroki, er lítið gaman að vera þarna. Í gær var hins vegar sunnudagur og svæðið því iðandi af fjölskyldufólki. Myndin er tekin af bryggjunni við ána og þó húsin séu falleg, sést glitta í einn af mörgum byggingarkrönum efst í vinstra horni.

Dagbókarskrif


Dagbókarskrif, originally uploaded by HO Myndir.

Daman ákvað að taka með sér dagbókina sína í hjólatúrinn og skrifa um það sem hún sæi á leiðinni. Svo á meðan ég sat á bekkum og naut sólarinnar, sat mín við skráningu.

Við bryggjuna


Við bryggjuna, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi mynd var tekin af bryggjunni og út í sefgrasið

Smá blástur


Smá blástur, originally uploaded by HO Myndir.

Það var smá blástur í gær

laugardagur, 18. október 2008

Í garði nágrannans


Í garði nágrannans, originally uploaded by HO Myndir.

Það var víst ekki nógu mikið af laufum í okkar garði, þannig að þær tóku sig til vinkonurnar og sömdu við nágrannann um að fá laufin úr hans garði líka. Ætlunin var að búa til myndarlega hrúgu sem hægt væri að hoppa í ofan úr tré.

Önnum kafin


Önnum kafin, originally uploaded by HO Myndir.

Hún var búin að finna gamla handsláttuvél sem var skemmtilegt að keyra gegnum laufið.

Haustsól í augun


Haustsól í augun, originally uploaded by HO Myndir.

Sólin var frekar lágt á lofti og skein beint í augun á Nataliu þegar hún sneri sér við til að athuga hver væri sniglast í kringum þær og taka myndir.

3 saman


3 saman, originally uploaded by HO Myndir.

Vinkonurnar gáfu sér smá tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndarann áður en þær héldu áfram. Þegar Bryndís loksins kom inn, var klukkan að verða 7 og orðið dimmt og þá var hrúgan undir trjánum orðin töluvert myndarleg.

föstudagur, 17. október 2008

Haframjölsbrauð (tilraun 2)


Haframjölsbrauð (tilraun 2), originally uploaded by HO Myndir.

Hmmm, myndirnar stækkuðu aðeins við að breyta útliti síðunnar en svo prófaði ég bara að snúa myndinni af brauðinu hennar Hrundar og hafa hana lóðrétta.

Hálfar myndir

Ef einhver hefur hugmynd um af hverju myndir sem teknar eru lárétt komast bara með 2/3 hluta inn á bloggið, þá eru góð ráð vel þegin. Þetta var ekki svona fyrst þegar ég byrjaði að blogga, en í sumar virtist eins og stillingarnar hefðu eitthvað breyst og ég er ekki nógu klár í tölvumálum til að geta fundið út úr þessu. Hef bara reynt að redda mér með því að hafa myndirnar lóðréttar á blogginu en það gleymdist þegar ég tók mynd af haframjölsbrauðinu hennar Hrundar og því vantar hluta af því á myndina.

Haframjölsbrauð


Haframjölsbrauð, originally uploaded by HO Myndir.

Hún Hrund bakaði svo gott brauð um daginn með matnum að ég verð eiginlega að setja uppskriftina inn. Uppskriftin er upprunalega úr fyrri matreiðslubók Hjartaverndar (Af bestu lyst) en Hrund breytii henni þar sem henni fannst vera of mikið hveiti í uppskriftinni og hafði 50/50 hveiti og heilhveiti. Að öðru leiti fékk upprunalega uppskriftin að halda sér.
En breytt uppskrift Hrundar er svona:

6 dl hveiti
6 dl heilhveiti
2 1/2 dl grófvalsað haframjöl
2 tsk sykur
2 tsk gróft salt
1 bref þurrger
4 dl léttmjólk, volg
1 dl súrmjólk
1/2 dl matarolía
1 egg til penslunnar
grófvalsaðir hafrar til skrauts

Deigiðer látið hefast tvisvar, fyrst klst og svo hálftíma, og fléttað fyrir hefingu nr tvö. Svo er það bakað við 200 gráður í 30 mín.

sunnudagur, 12. október 2008

Stilla


Stilla, originally uploaded by HO Myndir.

Áin Stilla er eiginlega vatn því hún rennur ekki og ber því nafn með rentu. En hún er löng og mjó og hlykkjast fram hjá svæðinu við Uxafjallið og þessi mynd var tekin af einum stígnum í hlíðunum.

Klifur


Klifur, originally uploaded by HO Myndir.

Uxafjallið er alveg draumur fyrir orkumikið fólk

Eldstæðið


Eldstæðið, originally uploaded by HO Myndir.

Hjá kofanum og gulu trjánum er eldstæði til að grilla pylsur og steinar til að sitja á. Fólk þarf sjálft að koma með sprek, kol eða einnota grill en þetta er mikið notað á öllum tímum.

Túnið


Túnið, originally uploaded by HO Myndir.

Túnið og akurinn hjá búgarðinum er mjög vinsælt fyrir gönguferðir, skokk og gönguskíði og sem reiðstígur. Smá galli hvað stígurinn sjálfur verður mikið svað i bleytu.

Í skóginum á Uxafjallinu


Í skóginum á Uxafjallinu, originally uploaded by HO Myndir.

Horft upp


Horft upp, originally uploaded by HO Myndir.

Bogið


Bogið, originally uploaded by HO Myndir.

Það var eitthvað bogið við þetta tré

Feluleikur


Feluleikur, originally uploaded by HO Myndir.

Það sést aðeins í rautt

Skrímsli


Skrímsli, originally uploaded by HO Myndir.

Það kom nýr rekstraraðili að búgarðinum í ár og það var ákveðið að gera svæðið skemtilegra fyrir börn. Eitt af því sem var sett upp, var sandkassi og tréhestur fyrir yngstu börnin niðri á svæðinu hjá búgarðinum. Ok, það kom reyndar vel út. En þessi forljóta könguló upp á sjálfu Uxafjallinu gerði það ekki. Þetta er langt frá því að vera náttúrulegt þó hún sé úr tré. Að minu mati alveg hrikalega ósmekkleg og í hrópandi ósamræmi við fallega náttúru sem býður upp á nóg af leiktækifærum ein sér.

Dapur


Dapur, originally uploaded by HO Myndir.

Það eru tveir asnar á Sörensgård og þeir eru alltaf jafn daprir á svipinn. Enda kannski ekki gaman að vera kallaður asni allan daginn.....

Fluffy


Fluffy, originally uploaded by HO Myndir.

Sólbakaður og heitur


Sólbakaður og heitur, originally uploaded by HO Myndir.

Það er fátt betra en sólbakaður og heitur köttur til að klappa. Þessi köttur tilheyrir búgarðinum og gengur laus. Hann liggur oft á trébekk við kanínubúrið sem snýr í suður og þegar það er sól verður mjög heitt þarna.

Var þetta hundur?


Var þetta hundur?, originally uploaded by HO Myndir.

Jú, þetta var hundur.....og kötturinn hvarf 3 sekúndum eftir að myndin var tekin.

Hjólað


Hjólað, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi vegur liggur milli íþróttasvæðisins og Uxafjallsins.

UFO rólan


UFO rólan, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi róla er með því allra vinsælasta í Vigernes skóla og á virkum skóladögum stendur skýrt á blaði hvaða bekkur fær að hafa róluna og í hvaða frímínútum. Og það er alltaf biðröð við hana á skólatíma.

Hangið


Hangið, originally uploaded by HO Myndir.

Það er alltaf jafn vinsælt að hanga í einhverju.

laugardagur, 11. október 2008

Búin að panta jólaferð

Ég tók mig til í morgunn og pantaði jólaferðina til Íslands. Var búin að vera í biðstöðu undanfarna daga, en datt svo niður á gott boð hjá Flugleiðum og pantaði fram og til baka á skaplegu verði og hentugum ferðatíma. Stelpurnar fá smá auka jólafrí þar sem besta fargjaldið til Íslands var 17. des eða var viku fyrir jól. Bryndís var að sjálfsögðu mjög ánægð með það enda taldist henni til að þá myndi hún ná fleiri gjafmildum íslenskum jólasveinum.

Annars sitjum við Bryndís bara tvær í kotinu í dag, systurnar á blakmóti í Tönsberg. Og úr því að við verðum bara tvær í kvöldmat, þýðir það að unga daman fær að ráða matseðlinum (innan skynsamlegra hollustu- og fjármagnsmarka reyndar).

miðvikudagur, 8. október 2008

Jólagjöf


Jólagjöf, originally uploaded by HO Myndir.

Já, hún er byrjuð að sauma jólagjafirnar daman. Kom rennandi blaut og köld inn úr rigningunni og skellti sér undir teppi með saumana.

sunnudagur, 5. október 2008

Dekurdagar

Jæja, nú er haustfríi stelpnanna að ljúka og síðustu dagar hafa verið sannkallaðir dekurdagar fyrir mig. Hrund og Kolbrún ákváðu að taka eldhúsið algjörlega að sér þessa daga og ég hef notið þess að láta bara kalla á mig í matinn.
Í gær eldaði Kolbrún sitt góða Ratatouille sem ég kolféll fyrir fyrst þegar hún eldaði það og það er nú einn af mínum uppáhaldsréttum. Bryndís er reyndar ekki hrifin af þessum rétti, enda er uppistaðan grænmeti. En meðlætið með honum er nýbakað heimabakað brauð (sem Hrund tók að sér að baka i gær) og Bryndís borðar það, svo og salat.
Ratatouille uppskriftin sem Kolbrún notar er úr matreiðslubók sem hún var með í skólanum í fyrra og við búum svo vel að hafa aðgengi að góðu fersku grænmeti sem er á skaplegu verði. En uppskriftin er hérna fyrir neðan og ég mátti bara til með að deila henni öðrum sælkerum.

Ratatoille að hætti Kolbrúnar (fyrir fjóra)
4 msk olía
1 laukur (smátt skorinn)
2 rif hvítlaukur (smátt skorin eða pressuð)
1/2 aubergine (skorið í sneiðar og svo aftur í 4 parta)
1/2 squash (skorið í sneiðar og svo í 4 bita)
1 paprika (í hálfum hringjum)
1 box niðursoðnir tómatar (brytjaðir)
10 blöð ferskt basilikum
4 greinar ferskt timian
1 tsk salt
pipar eftir smekk

Fyrst er laukurinn og hvítlaukurinn látinn malla smá stund i olíunni og svo er hinu bætt út í og látið malla í 10 - 15 mínútur.

laugardagur, 4. október 2008

Takk

Å gudskjelov for ripene
og stripene og flekkene
jeg finner rundt på
bordene og stolene og trekkene!
Å gudskjelov for sprekken
i en roset ongekopp!

Det kjennes rart og gripende,
små føtter kommer trippende
med fjeset trist og sippende
og klår på fanget opp.

Jeg stryker barnekinnene
og drukner mig i minnene
som strømmer på fra trinnene
i livets trange klopp

Å gudskjelov for årene
for lykken og for tårene
for rosene og sårene,
for alle slitte nevene
til dem som tungt og strevende
har staket leia opp.

Kaspara Mørk (1982)



Ég hef áður sett inn ljóð eftir Kaspara Mørk á bloggið. Kaspara Mørk var fædd árið 1907 í Enebakk í Noregi og var bóndakona á sínum yngri árum. Þegar fór að hægjast um, fór hún að skrifa bæði ljóð og sögur og ljóðin vitna mörg um langa lífsgöngu. Ég hef alltaf haft gaman af bæði ljóðum og sögum sem bera vitni um þroska höfundar og það er sennilega þess vegna sem ég kolféll fyrir þessum höfundi við fyrsta lestur.