fimmtudagur, 11. september 2008

Stoltur bakari


Stoltur bakari, originally uploaded by HO Myndir.

Síðdegis í gær var rigning og súldarlegt úti og mín ákvað að finna sér eitthvað til dundurs. Þar sem systurnar voru í blaki og lítið gaman að móður sem situr fyrir framan tölvuna og skrifar, ákvað hún að baka. Úr varð verulega gómsæt marmarakaka sem var borðuð með mikilli ánægju eftir kvöldmatinn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega áttu duglega og sæta stelpur...mmm væri alveg til í eina svona girnilega kökusneið með kaffinu.
....en sit hérna með hor í nös og anga af eplaediki (eftir ráðleggingum frá pa) og læt mig dreyma:)
Luv Dagný

Harpa Jónsdóttir sagði...

Vá!

Hildur sagði...

Takk, og já þessi kaka var verulega gómsæt. Og það skemmtilegasta var að eldhúsið leit ekki út eins og sprengja hefði fallið í þetta skiptið. Hún vaskaði meira að segja upp á eftir.