Já, stærsta systir tók sig til einu sinni sem oftar, settist ofan á miðjusystur þannig að hún gat sig hvergi hreyft og í þetta skiptið varð andlitsmálun fyrir valinu. Eða réttara sagt jókerinn úr 3ju Batman myndinni.
Reyndar ekki í fyrsta skipti sem Kolbrún fær að kenna á "listrænum áhuga" systur sinnar. Það rifjaðist upp skipti fyrir nokkrum árum, þar sem ég kom heim úr vinnu einn daginn og í dyrunum mætti mér Kolbrún með marblett á enni og glóðarauga. Og stór systir sem stóð með sakleysissvip að baki og upplýsti skelfingu lostna móður um það að Kolbrún hefði gengið á staur á leiðinni heim úr skólanum. Og miðað við hrakfallasöguna sem daman átti að baki gegnum árin, hvarflaði ekki annað að mér en að trúa þessu. Ég skyldi bara ekkert í því að barnið hefði ekki fengið höfuðhögg miðað við hvernig hun leit út. En sannleikurinn kom svo í ljós þegar systurnar gátu ekki lengur haldið niðri í sér hlátrinum.
mánudagur, 8. september 2008
Let´s put a smile on your face
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli