sunnudagur, 28. september 2008

Á listasafni barnanna


Á listasafni barnanna, originally uploaded by HO Myndir.

Í viku 40 er alltaf haustfrí í grunn- og framhaldsskólum Noregs og stelpurnar eru sem sagt komnar í 9 daga frí talið með helgunum. Vikurnar fyrir fríið voru búnar að vera ansi annasamar hjá Hrund og Kolbrúnu enda var prófað í flestum fögum fyrir það og því próf upp á svo til hvern einasta dag. Hrund þarf þar að auki að skila ansi mörgum verkefnum eftir fríið og það kemur því til með að líkjast meir vinnutörn hjá henni.

Í dag fórum ég, Kolbrún og Bryndís á alþjóðlega barnalistasafnið (http://www.barnekunst.no/) inn í Osló og það er safn sem ég mæli með. Þarna var list alls staðar að úr heimsálfunni og endurspeglaði tilfinningar og hugsanir barna úr bæði ríkum og afar fátækum ríkjum. Boðið var upp á kennslu í bongótrommuáslætti og Bryndís fékk að búa til marglitaðann dreka úr pappaspjöldum undir leiðsögn föndurkennara frá Chile. Safnið er í gömlu einbýlishúsi í íbúðarhverfi, á þremur hæðum og á efstu hæðinni er brúðusafn þar sem myndin er tekin (áður en ég tók eftir öllum skiltunum þar sem stóð að myndatökur væru stranglega bannaðar).

Engin ummæli: