fimmtudagur, 12. júní 2008

Datt úr hreiðrinu


Skjóungi, originally uploaded by HO Myndir.

Ég vaknaði upp lætin í Skjónum margsinnis í nótt. Þeir eru með hreiður bæði undir þakskyggninu og í trjánum og eru ekki beint vinsælir hjá íbúum nágrennisins á nóttunni vegna þess að þeir gefa frá sér svo há smellhljóð. Og viðvörunarhljóðin þeirra eru sérstaklega háir smellir. Klukkan 7 í morgun voru þeir orðnir alveg snarvitlausir og ég kíkti út. Jú, þá hafði þetta grey dottið út úr hreiðrinu og feitur heimilisköttur úr nágrenninu hafði mikinn áhuga á að skoða þennan hnoðra. En kisi hraktist burt (með smá aðstoð frá bloggaranum) og stuttu seinna tókst Skjónum að hrekja annan kött úr garðinum. Seinna um morguninn húkti þetta grey í garðinum og svo er að sjá hvort ættinni tekst að halda honum lifandi með mat og vörnum þangað til hann verður fleygur.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Komdu sæl Hildur. Ég er nýbúin að fá bloggsíðu þína og hefur mér þótt gaman að sjá dætur þínar og heyra um lífið í Noregi.
Kveðja
Steinunn móðursystir (sting)