Síðustu daga hefur verið alveg hrikalega heitt og um helgina er spáð 32 stiga hita í skugganum. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að líða almennt vel í sól og hita, þá er þetta kannski fullmikið. Mýið er ekki búið að vera til friðs heldur og ég frétti að Lilleström bær væri þekktur fyrir mýið sitt. Við erum allar vel bitnar og sumar okkar meira en aðrar. Xylocain áburður er því mikið notaður þessa dagana. Þvottavélarmaðurinn kom loksins í dag með nýtt stjórnborð í vélina en þá kom í ljós að motorinn og viftureimin var einnig ónýtt og ég vona að það reddist í næstu viku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli