föstudagur, 6. júní 2008

Lottósala

Vigerneshátíðin var í skólanum hennar Bryndísar í gær og mín sá m.a um sölu á lottómiðum í kökulottói ásamt bekkjarsystrum sínum. Við foreldrarnir í bekknum hennar sáum um baksturinn á kökunum og ég fékk fyrirmæli frá ákveðnum aðila um að reyna að freista þess að ná eplakökunni sem ég bakaði aftur með kaupum á lottómiða. Keypti samtals 14 miða til að styðja gott málefni en allt kom fyrir ekki...kakan fór annað :-)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er alltílagi..þú bakar bara fyrir mig seinna :) :*