laugardagur, 14. júní 2008

Menningarveisla

Í gær fór ég á flotta tónleika sem haldnir voru í tónlistarskóla bæjarins. Bryndís spilaði á fiðlu ásamt öðrum en það var hins vegar boðið upp á bæði söng og fjölmörg önnur hjóðfæri. Sumartónleikarnir voru bæði hluti af skólastarfinu og hinni árlegu bæjarhátíð. Og í ár eru liðin 10 ár síðan Lilleström fékk bæjarréttindi og því boðið upp á menningarviðburði á öðru hverju horni í bænum.
Þetta var hins vegar í síðasta skipti sem Bryndís spilar á fiðluna í bili því hún hefur ákveðið að gefa hljóborðinu tækifæri næsta vetur. Svo er að sjá til hvort hún komist að. Kolbrún ætlar líka að freista þess að komast að í tónlistarskólanum og prófa gítar.
Á morgunn er ferðinni svo heitið til Íslands og dagurinn í dag er búinn að fara í að reyna að skipuleggja hvernig 4 konur ætla að reyna að púsla farangrinum sínum fyrir sumarið þannig að heildarþyngdin verði ekki nema 80 kíló. Hægara sagt en gert........

Engin ummæli: