miðvikudagur, 28. maí 2008

Gómsæt blómkálssúpa

Hún Kolbrún eldaði svo rosalega góða blómkálssúpu í gær og mér fannst við hæfi að deila uppskriftinni með öðrum. Það fór reyndar svolítið meiri hvítlaukur í súpuna en uppskriftin sagði til um (4 geirar í stað 2ja) en ég mæli svo sannarlega með þeim variant.

En uppskriftin er svona:



1 blómkálshöfuð í smáum einingum

2 stórar kartöflur brytjaðar í teninga

2 hvítlauksbátar

8 dl grænmetisbuljong (vatn + teningur)

2 dl matarrjómi

2 msk smjör

ferskt oregano og basilikum

salt og pipar



Í uppskriftinni átti reyndar að vera 3 sneiðar hvítt brauð sem átti að brúnast í smjörinu ásamt kryddinu og smá af blómkálinu og svo að setja ofan á hvern disk. Hvítt brauð var náttúrulega ekki til á bænum svo allt krydd + smjör fór bara í súpuna og svo var heimabakað brauð haft með.



Mjög gómsætt og verður örugglega haft aftur :-)

Biluð þvottavél

Arrgghhhh.......hvernig getur ein þvottavél bilað svona oft. Fyrst bilaði hitaelementið, svo fór tölvukerfi vélarinnar. Núna dælir hún ekki út og þar sem framleiðandinn er danskur og það virðast ekki vera neinir varahlutir á lager í Noregi, þá þarf viðgerðarþjónustan að hringja í þá í Danaveldi og fá leiðbeiningar og varahlutina senda og svo að redda viðgerðarmanni. Ég myndi skilja þetta betur ef vélin væri eldgömul en mér finnst ekki eðlilegt að eins og hálfs árs gömul vél bili svona oft. Mæli ekki með Gram þvottavélum hér eftir.

mánudagur, 26. maí 2008

Samskipti er flókin.......

Ég er alltaf að rekast á eitthvað skemmtilegt við lesturinn sem fylgir verkefnagerðinni minni. Í dag rakst ég á þessi skondnu lögmál eftir finnska prófessorinn Osmo A Wiio. Wiio hefur rannsakað samskipti manna í mörg ár bæði í töluðu og rituðu máli. Út frá rannsóknum sínum hefur hann svo lagt fram 7 grunnlögmál um samskipti manna (auk nokkurra undirlögmála).

Lögmálin eru eftirfarandi:

1 Communication usually fails, except by accident.
2 If a message can be interpreted in several ways, it will be interpreted in a manner that maximizes the damage
3 There is always someone who knows better than you what you meant with your message
4 The more we communicate, the worse communication succeeds
5 In mass communication, the important thing is not how things are but how they seem to be
6 The importance of a news item is inversely proportional to the square of the distance
7 The more important the situation is, the more probably you forget an essential thing that you remembered a moment ago


Ekki furða þótt margt fari úrskeiðis í samskiptum.......

fimmtudagur, 22. maí 2008

Svipbrigði


Svipbrigði, originally uploaded by HO Myndir.

Mér fannst með ólíkindum hvað Vigeland gat náð svipbrigðum fólks vel.

Með tvö börn á bakinu


Með börn á bakinu, originally uploaded by HO Myndir.

Þessi höggmynd heitir "Með tvö börn á bakinu" og okkur fannst svipurinn á drengnum alveg óborganlega hrekkjarlegur.

Súlan


Súlan, originally uploaded by HO Myndir.

Gustav Vigeland var einn frægasti myndhöggvari Norðmanna og var uppi á árunum 1869 - 1943. I Vigelands garðinum einum eru 212 höggmyndir og er súlan ein af þeim þekktustu. Þemað í súlunni er hið eilifa hringrás lífsins en sumir vilja túlka hana sem þrá mannsins eftir hinu guðlega.

Eitthvað


Eitthvað, originally uploaded by HO Myndir.

Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta gula er á trénu en allar ábendingar eru vel þegnar.

Kyrrð


Kyrrð, originally uploaded by HO Myndir.

Veðrið síðustu dagana er svo sem ekki búið að vera neitt til að hrópa húrra fyrir en í dag fengum við þó sólarglætu og notuðum tækifærið til að skreppa þrjár í Frogner garðinn og Vigelands garðinn sem liggja saman. Garðurinn var fullur af lífi; skóla- og leikskólabarnahópum, túristum, skokkurum og hundum en gróðurinn í garðinum náði samt að skapa ótrúlega kyrrð.

Ferlíki


Ferlíki, originally uploaded by HO Myndir.

Þessu ferlíki var lagt í höfninni hjá aðal útsýnisstaðnum hjá Akershus festning. Venjulega er þarna útsýni yfir allan Oslóarfjörðinn en þegar ég og Gunnur föðuramma stelpnanna minna vörum þarna á rölti á mánudaginn, sást ekkert nema þessi blokk.

laugardagur, 17. maí 2008

17. Mai


17. Mai, originally uploaded by HO Myndir.

Það er ekki alltaf sól í paradís og þjóðhátíðardagur norðmanna var í þetta skiptið sá kaldasti í 50 ár með frostmarkskulda, roki og rigningu og slyddu á köflum. Skv venju var mæting um morguninn hjá Bryndísar skóla og hverjum bekk raðað upp fyrir gönguna. Eftir ræðuhöld og söng var svo haldið af stað í þramm um bæinn. Og í þetta skiptið var sko þrammað hratt enda allir að reyna að halda á sér hita.

Sungið í tilefni dagsins


Sungið í tilefni dagsins, originally uploaded by HO Myndir.

4. bekkur sá um söng í tilefni dagsins og stóð sig vel enda búið að æfa stíft.

Lúðrasveitin var klædd í regnstakka utan yfir búninginn

Regnstakkar voru vinsælir hjá mörgum og lúðarasveitin var öll klædd í slíka utan yfir búninginn.

Í skjóli á torginu


Í skjóli á torginu, originally uploaded by HO Myndir.

Gangan frá Vigernes skóla beið á torginu í miðbænum á meðan beðið var eftir göngunni frá Volla barnaskólanum sem er í hinum bæjarhlutanum. Svo fóru göngurnar sameinaðar í enn lengri hring og undir lokin bættist unglingaskólinn við. Eftir ca 1/2 tíma þramm til viðbótar endaði gangan svo aftur niður á torginu og þá var mín alveg frosin.

Í göngunni með Kjellervolla Ungdomsskole

Ég rétt náði að sjá í mína inn á milli regnhlífa. Það var þó hægara sagt en gert að taka mynd, því göngufólkið hreinlega hljóp áfram til að halda á sér hita og ég held svei mér þá að gangan í ár hafi tekið mun skemri tíma en í fyrra.

Með heitt kakó heima eftir gönguna

Hún var alveg frosin eftir skrúðgönguna og var fegin að fá heitt kakó þegar hún kom heim.

þriðjudagur, 13. maí 2008

Græna grasið

Ég rakst á þennan í dag. Ekki svo fjarri lagi.

"Gresset er grønt der man er, hvis man bare husker å vanne det..."

mánudagur, 12. maí 2008

Flott


Manneskjulegur stofn, originally uploaded by HO Myndir.

Hrund rakst á þessa mynd á netinu og skellti henni inn sem bakgrunn á tölvuna. Mér finnst hún ansi flott en ég var svolítið að spekúlera í hvort tréð væri svona frá náttúrunnar hendi eða hvort það væri förðuð kona fyrir framan. Held reyndar að þetta sé svona frá náttúrunnar hendi en hitt væri líka flott.
Síðustu dagar eru búnir að vera letilíf. Ég var svo heppin að fá Siddu systur í heimsókn og dagarnir hafa verið alveg yndislegir með 22 stiga hita í skugga, heiðskýru og sól og tilheyrandi ísáti og kaffihúsastemningu. Gerist ekki betra :-)

miðvikudagur, 7. maí 2008

Á leið í skólann að morgni

Ég náði þessari um daginn þegar mín var á leiðinni í skólann. Í dag fór hún hins vegar mun léttklæddari enda 20 stiga hiti og sól.

þriðjudagur, 6. maí 2008

Sól í augun


Sól í augun, originally uploaded by HO Myndir.

Helgin


Við Nittelva, originally uploaded by HO Myndir.

Veðrið um helgina var fínt og við röltum þrjár niður að á. Áfram er spáð þurru og góðu veðri, amk fram að hvítasunnuhelginni.

Horft út á ána


Baksvipur, originally uploaded by HO Myndir.

sunnudagur, 4. maí 2008

Sumargjöf


Sumargjöf, originally uploaded by HO Myndir.

Ég fékk þessa fallegu sumargjöf um daginn frá Kolbrúnu og veit að hún var búin að leggja mikla vinnu í hana. Hún virðist hafa fengið þetta fína handavinnugen einhvers staðar frá. Ég hef EKKI þetta gen en kannski eitthvað hafi borist á milli frá Sveinsínu móðurömmu.

fimmtudagur, 1. maí 2008

Iðandi spelt

Jæja nú er maimánuður kominn og í tilefni af fríi í dag ákváðum við mæðgunar að hafa speltvöfflur í hádegismat (með grófmöluðu spelti og osti). Stelpurnar höfðu keypt spelt í fyrradag og ég fór og náði í pokann inn í skáp.. Fannst reyndar svolítið skrítið að pokinn var límdur aftur með límbandi úr búðinni. Opnaði svo pokann, leit ofan í hann og sá fullt af einhverju dökku sem líktist heilu korni við fyrstu sýn. En korn var það ekki ..... nei, ónei ..... Korn hreyfa sig ekki ...... Þegar betur var að gáð var allt iðandi af skordýrum í pokanum. Ekki mjög lystaukandi eða þannig sko. Mín ráðlegging: Ekki kaupa matvöru sem hefur opnast í búðinni eða hjá heildsalanum.