miðvikudagur, 17. júní 2009

Á síðustu metrunum


Á síðustu metrunum, originally uploaded by HO Myndir.

Jæja, nú eru framundan síðustu dagarnir okkar hér í Lilleström og tími kominn til að hefja næsta kafla. Gámurinn kemur á mánudag og flugið er bókað á þriðjudag. Svo nú er að pakka búslóðinni, þrífa, ganga frá banka- og skráningarmálum o.s.frv.

Hrund fer í síðasta prófið á morgunn og Kolbrún á bara einn skóladag eftir og svo er einkunnaafhending á föstudag.
Bryndísar skóli er búinn að vera að mestu eins og venjulega, fyrir utan hálfan dag í náttúruskoðun og hálfan dag á útisundlaugarsvæði (ískaldar laugar í ísköldu veðri). Síðasti kennsludagur er á morgunn en daman er hins vegar búin að vera að tína heim allar vinnubækur vetrarins og líka þessa fínu svuntu sem hún saumaði sér. M.ö.o, klár í lokahreingerninguna á íbúðinni :-)

Þar sem ég er búin að segja upp síma- og nettengingu og þetta er síðasta Noregsbloggið mitt (nema ég flytji aftur hingað), þá er vel við hæfi að setja inn eitt tímamótalag sem er eitt af mínum uppáhalds og sungið af meistara Frank Sinatra.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er bloggið dáið? :O ég verð nú að geta njósnað um þig fyrst ég er ekki heima ;)
-Hrund

Hildur sagði...

Hehe, nei ekki alveg dáið ... bara latt ;-)
Og hvernig væri nú að hringja í aldraða móður þína og athuga hvort hún sé á lífi?

Nafnlaus sagði...

hehe..ertu ekkert komin með fráhvarfseinkenni vegna fjarveru minnar? =)