Það var hrekkjarvaka í gær, yngsta daman boðin í hrekkjarvökupartí og þessi mynd tekin þegar hún var á leiðinni út úr dyrunum. Hún var reyndar í rauðum kjól "vondu drottningarinnar" undir úlpunni en þar sem það var 5 gráðu frost úti, þýddi ekkert annað en að búa sig vel.
Ég hélt alltaf að hrekkjarvakan væri bandarískt fyrirbæri en komst að því gær að hefðin er eldgamalt heiðið fyrirbæri sem er komin frá írsku keltunum. Það var haldið upp á keltnesku hátíðina "Samhain" 31.okt hvers árs og markaði hún upphaf að nýju ári. Keltarnir sem trúðu á anda, trúðu því að látnar sálir reyndu að komast á sitt gamla heimili á þessum degi, en að það væri hægt að snúa á þær með því að klæða sig eins og yfirnátturuleg fyrirbæri.
Þegar kristnin var svo tekin upp á Írlandi, reyndi kirkjan að útrýma þessum sið og innleiddi m.a dag hinna allraheilögu 1.nóv en allt kom fyrir ekki. Siðurinn hélst og fluttist með ísrkum og skoskum innflytjendum til bandaríkjanna á 19.öld.
laugardagur, 1. nóvember 2008
Hrekkjarvaka
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flott er hún!
Skrifa ummæli