Mig langar til að nota bloggið mitt og óska frænku minni Hörpu Jónsdóttur til hamingju með nýútkomna bók sína "Húsið" (http://husidmitt.blogspot.com/ ) sem er gefin út af vestfirska forlaginu.
Bókina er ég ekki búin að lesa ennþá (þar sem ég er ennþá í norskri einangrun) en ég er hins vegar búin að sjá nokkrar myndir úr bókinni og frétta frá öðrum að hún sé mjög góð. Og þess vegna er eftirvæntingin mikil. Ekki síst vegna þess að fyrri bók Hörpu "Ferðin til Samiraka" sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 2002, sló í gegn á heimilinu á sínum tíma. Og við sem fylgjumst með Hörpu á vefsíðunni hennar (http://www.vestan.blogspot.com/ ) vitum að hún er mikil listakona og hefur næmt auga fyrir skemmtilegum myndefnum.
Til hamingju Harpa :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli