Við tókum okkur til mæðgurnar og bökuðum nokkrar piparkökur í gær. Það var lengi búið að bíða eftir þessu, en aldrei tími hjá mömunni til að aðstoða. Svo þegar verkefninu var skilað inn, þá hrópaði mín dama: "Jibbí piparkökur!!!"
Við reyndar áttum ekki til engifer í piparkökurnar, gleymdum að kaupa hann og nenntum ekki aftur niður í bæ. Svo að við prófuðum bara uppskriftina á engifersins. Og það kom bara vel út. Þær voru bara mildar og góðar og kannski bara líklegri til að valda lukku hjá krökkum vegna þess.
En ég set uppskriftina með hér að neðan og að sjálfsögðu með engifernum í.
250 gr hveiti (4 dl)
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/8 tsk pipar
1 tsk sódaduft (natron)
90 gr smjörlíki
120 gr sykur (1 dl + 3 msk)
1/2 dl síróp
1/2 dl mjólk eða vatn
Bakist í 10 mín við 180 gráður
mánudagur, 17. nóvember 2008
Þegar piparkökur bakast ...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þið eruð svo myndarlegar!
Sæl María
>
Ég heiti Einar Bjarnason og er grunnskólakennari í Hafnarfirði. Ástæðan fyrir því að ég hef samband er að við konan erum að hugsa um að kannski flytja til Noregs. Hún í nám og ég vonandi að vinna. Við vorum á netinu og rakst ég á heimasíðuna ykkar. Okkur datt í hug að spyrja ykkur hvernig ykkur liði í Noregi. Við erum með 3 börn 5, 7 og 11 ára. Er barnvænt og fjölskylduvænt að búa þarna?(barnabætur?)
Hvað heitir stjórnunarnámið sem þú ert í?
Er húsnæði dýrt? Eru lánin hagstæð ef maður ætlar að leigja hús? (húsaleigubætur?)
Eru skólarnir góðir?
Hvernig eru Norðmenn?
>
> Kv. frá Íslandi
Einar Bjarnason,
einarbjarna@engidalsskoli.is
Sæl
Að sjálfsögðu meina ég Hildur
Kv. Einar
Skrifa ummæli