mánudagur, 30. júní 2008

Á gamalli innhringiaðferð

Jæja, nú er ég búin að vera á Íslandi í 2 vikur og búin að gera ýmislegt mér til dundurs. Það hefur þó orðið lítið um blogg enda engin háhraðatenging í húsi móður minnar og því rétt tékkað á pósti með gömlu innhringiaðferðinni. Og ekki þýðir að reyna að hlaða inn myndum á þessari tengingu.
Er enn að basla með að fá inn gögnin fyrir verkefnið sem gengur hægt því fyrirtækið sem lánar gögnin svarar ekki fyrirspurnum frá leiðbeinandanum mínum og leiðbeinandinn minn fer í frí frá og með morgundeginum. En kannski reddast allt í dag....eða kannski er bara kominn tími til að breyta um stefnu og fá aðra góða hugmynd.

laugardagur, 14. júní 2008

Menningarveisla

Í gær fór ég á flotta tónleika sem haldnir voru í tónlistarskóla bæjarins. Bryndís spilaði á fiðlu ásamt öðrum en það var hins vegar boðið upp á bæði söng og fjölmörg önnur hjóðfæri. Sumartónleikarnir voru bæði hluti af skólastarfinu og hinni árlegu bæjarhátíð. Og í ár eru liðin 10 ár síðan Lilleström fékk bæjarréttindi og því boðið upp á menningarviðburði á öðru hverju horni í bænum.
Þetta var hins vegar í síðasta skipti sem Bryndís spilar á fiðluna í bili því hún hefur ákveðið að gefa hljóborðinu tækifæri næsta vetur. Svo er að sjá til hvort hún komist að. Kolbrún ætlar líka að freista þess að komast að í tónlistarskólanum og prófa gítar.
Á morgunn er ferðinni svo heitið til Íslands og dagurinn í dag er búinn að fara í að reyna að skipuleggja hvernig 4 konur ætla að reyna að púsla farangrinum sínum fyrir sumarið þannig að heildarþyngdin verði ekki nema 80 kíló. Hægara sagt en gert........

föstudagur, 13. júní 2008

Kýrin...sniðugt fyribæri

HISTORIEN OM KUA
Kua er et husdyr...Men den kommer også utenfor huset.
Den lever ofte på landet, men den kommer også inn til byen, men bare når den skal dø. Men det bestemmer den ikke selv.
Kua har syv sider...Den øverste siden - Den nederste siden - Den forreste siden - Den bakerste siden - Den ene siden - Den andre siden og den innvendige siden.
På den fremste siden sitter hodet... Og det er fordi hornene skal ha noe å sitte fast på.
Hornene er av horn og de er bare til pynt. De kan ikke bevege seg, men det kan ørene, de sitter ved siden av hornene.
Kua har to hull foran i hodet. De kalles kuøyer.
Kuas munn kalles mule. Det er nok fordi den sier muuhh.
På den bakerste siden sitter halen... Den bruker den til å jage vekk fluer med, så de ikke faller ned i melka og drukner.
På den øverste siden - Og den ene siden - Og den andre siden, er det kun hår... Det heter ku-hår og har alltid samme farge som kua.
Fargen til kua heter kulør.
Den nederste siden er den viktigste for der henger melka. Og når budeia åpner kranene så renner melka ut. Når det tordner så blir melka sur... men hvordan den blir det har jeg ikke lært meg ennå.
Kua har fire ben... De heter ku-ben. De kan også brukes til å trekke ut spiker med.
Kua spiser ikke så mye, men når den gjør det spiser den alltid to ganger.
De fete kuene lager helmelk. Når kua har dårlig mage lager den ost. I osten er det hull. Men hvordan den lager hullene har jeg heller ikke lært ennå.
Kua har god luktesans... Vi kan lukte den på lang avstand.
Kuas valper heter kalver. Kalvens far heter okse, og det gjør kuas mann også. Oksen lager ikke melk og er derfor ikke et pattedyr.
Den som kommer og henter kua når den blir gammel heter ku-fanger. Den sitter ofte foran på biler. Så blir kua slaktet, man heller melka på pappkartonger som vi kan kjøpe på butikken. Kuas fire ben blir sendt til snekkeren. Det kalles gjenbruk. S
om man kan se er kua et nyttig dyr. Og derfor liker jeg kua veldig godt.

Lærerens kommentar: Jeg har aldri lest noe lignende!!!!

Skyldi þetta vera svipað með þá íslensku :-)

fimmtudagur, 12. júní 2008

Datt úr hreiðrinu


Skjóungi, originally uploaded by HO Myndir.

Ég vaknaði upp lætin í Skjónum margsinnis í nótt. Þeir eru með hreiður bæði undir þakskyggninu og í trjánum og eru ekki beint vinsælir hjá íbúum nágrennisins á nóttunni vegna þess að þeir gefa frá sér svo há smellhljóð. Og viðvörunarhljóðin þeirra eru sérstaklega háir smellir. Klukkan 7 í morgun voru þeir orðnir alveg snarvitlausir og ég kíkti út. Jú, þá hafði þetta grey dottið út úr hreiðrinu og feitur heimilisköttur úr nágrenninu hafði mikinn áhuga á að skoða þennan hnoðra. En kisi hraktist burt (með smá aðstoð frá bloggaranum) og stuttu seinna tókst Skjónum að hrekja annan kött úr garðinum. Seinna um morguninn húkti þetta grey í garðinum og svo er að sjá hvort ættinni tekst að halda honum lifandi með mat og vörnum þangað til hann verður fleygur.

laugardagur, 7. júní 2008

Þetta kallast kappklæðnaður


Hrund, originally uploaded by HO Myndir.

Vinsælasti klæðnaðurinn í hitanum verður að teljast bikini en þegar maður er á leið í skólann, neyðist maður víst til að fara í eitthvað örlítið meira.

föstudagur, 6. júní 2008

Lottósala

Vigerneshátíðin var í skólanum hennar Bryndísar í gær og mín sá m.a um sölu á lottómiðum í kökulottói ásamt bekkjarsystrum sínum. Við foreldrarnir í bekknum hennar sáum um baksturinn á kökunum og ég fékk fyrirmæli frá ákveðnum aðila um að reyna að freista þess að ná eplakökunni sem ég bakaði aftur með kaupum á lottómiða. Keypti samtals 14 miða til að styðja gott málefni en allt kom fyrir ekki...kakan fór annað :-)

Heitt


Heitt, originally uploaded by HO Myndir.

Síðustu daga hefur verið alveg hrikalega heitt og um helgina er spáð 32 stiga hita í skugganum. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að líða almennt vel í sól og hita, þá er þetta kannski fullmikið. Mýið er ekki búið að vera til friðs heldur og ég frétti að Lilleström bær væri þekktur fyrir mýið sitt. Við erum allar vel bitnar og sumar okkar meira en aðrar. Xylocain áburður er því mikið notaður þessa dagana. Þvottavélarmaðurinn kom loksins í dag með nýtt stjórnborð í vélina en þá kom í ljós að motorinn og viftureimin var einnig ónýtt og ég vona að það reddist í næstu viku.

sunnudagur, 1. júní 2008

Vinkonur


Vinkonur, originally uploaded by HO Myndir.

Natalia og Bryndís á leið út í garð....búnar að uppgötva busllaug í garði nágrannans.

Sumar


Nittelva, originally uploaded by HO Myndir.

Veðrið undanfarna daga er búið að vera yndislegt, sól og 25 - 30 stiga hiti í skugganum og bikiní er mjög hentugur klæðnaður þessa dagana. Það er búið að vera rólegheitalíf á okkur og mesta pressan er búin hjá stelpunum í skólanum þó að ég sé enn í akkorði. Bryndís eyðir dögunum mikið á trampólíninu sem er í garðinum hjá Nönnu og mér finnst alveg ótrúlegt hvernig hægt er að hoppa klukkutímum saman í þessum hita.