miðvikudagur, 17. júní 2009

Á síðustu metrunum


Á síðustu metrunum, originally uploaded by HO Myndir.

Jæja, nú eru framundan síðustu dagarnir okkar hér í Lilleström og tími kominn til að hefja næsta kafla. Gámurinn kemur á mánudag og flugið er bókað á þriðjudag. Svo nú er að pakka búslóðinni, þrífa, ganga frá banka- og skráningarmálum o.s.frv.

Hrund fer í síðasta prófið á morgunn og Kolbrún á bara einn skóladag eftir og svo er einkunnaafhending á föstudag.
Bryndísar skóli er búinn að vera að mestu eins og venjulega, fyrir utan hálfan dag í náttúruskoðun og hálfan dag á útisundlaugarsvæði (ískaldar laugar í ísköldu veðri). Síðasti kennsludagur er á morgunn en daman er hins vegar búin að vera að tína heim allar vinnubækur vetrarins og líka þessa fínu svuntu sem hún saumaði sér. M.ö.o, klár í lokahreingerninguna á íbúðinni :-)

Þar sem ég er búin að segja upp síma- og nettengingu og þetta er síðasta Noregsbloggið mitt (nema ég flytji aftur hingað), þá er vel við hæfi að setja inn eitt tímamótalag sem er eitt af mínum uppáhalds og sungið af meistara Frank Sinatra.

þriðjudagur, 16. júní 2009

Útsmoginn þjófur

Það ótrúlegt hvað þeir sem stunda þjófnaði geta verið útsmognir.
Hrund og Kolbrún ákváðu að skutlast á hjólunum niður á lestarstöð í gær fyrir kl 7 um morguninn og ná í nýbakað brauð. Þær voru örstutt inni, en þegar þær komu út með brauðið þá var búið að stela Kolbrúnar hjóli. Ergilegt því þetta hjól var tiltölulega gott og ekki nema tveggja ára gamalt (keypt þegar fyrra hjóli var stolið í skólanum hennar).

Hrund ákvað að senda Kolbrúnu heim með brauðið og taka einn hring um bæinn á sínu hjóli til að svipat um. Ekki rakst hún á hjólið í bænum, en ákvað samt undir lokin að kíkja á hin hjólastæðasvæðin sem voru í kringum lestar- og strætóstöðina (100 - 200 m frá staðnum þar sem þær höfðu lagt sínum). Og á einu hjólasvæðinu var hjólið hennar Kolbrúnar, lagt í stæði og búið að vefja hjólalásnum hennar utan um dekkið þannig að það liti út fyrir að vera læst. Viðkomandi þjófur var sem sagt greinilega farinn í vinnuna og ætlaði að hafa hjólið þegar hann kæmi til baka. Ansi útsmoginn.

Og þá var ekki um annað að ræða en að bjarga hjólinu, útskýra fyrir tortryggnum vegfarendum að þetta væri hjól systur hennar, og koma hjólinu heim. Að vera einn með tvö hjól er hins vegar meira en að segja það og farsíminn lá náttúrulega og hvíldi sig heima. Hrund er hins vegar ekki þekkt fyrir að gefast upp svona einn, tveir og þrír og með nokkur fleiðursár og mar á höku landaði hún báðum hjólunum heima rétt fyrir kl 8.

sunnudagur, 14. júní 2009

Trynevrenger

Hér er slóð fyrir þá sem hafa gaman af því að breyta andlitum annarra. M.a hægt að snúa svolítið upp Alexander Rybak.

Eldavélin seld ...

... og einum hlut færra til að bera :-)

föstudagur, 12. júní 2009

Þvottavélin seld

Ég setti um daginn auglýsingu á netið þar sem ég bauð eldavélina til sölu. Ákvað að byrja á henni áður en ég reyndi með þvottavélina. Og líka það að mig langaði ekkert til að vera þvottavélarlaus í marga daga. En engin viðbrögð við eldavélarauglýsingunni. Svo ég ákvað að vera tímanlega í að setja þvottavélina á sölu úr því að sala á heimilistækjum væri treg.
Ég var varla búin að samþykkja auglýsinguna þegar 4 aðilar voru búnir að lýsa yfir áhuga og vildu fá vélina strax. Ég seldi hana unga manninum sem sagðist koma með pabba sinn með sér til að bera þannig að ég slyppi við að hjálpa. Svo nú er ég þvottavélarlaus og ungarnir eiga bara að vera penir næstu dagana og sneiða hjá pollunum ...

laugardagur, 6. júní 2009

Byrjuð að pakka


Byrjuð að pakka, originally uploaded by HO Myndir.

Já, nú erum við mægurnar farnar að pakka svolítið og þetta bjútí keyptum við Kolbrún á tilboði í einu af úthverfum Oslóar um síðustu helgi, svona til að auðvelda okkur að flytja heimilistækin ef ekki tekst að selja þau áður. Drösluðum þessari elsku svo upp í strætó og við tók hálftíma ferð í grillandi hita og svo 15 mínútna gangur heim frá strætóstöðinni. Sem sagt búið að auðvelda það að koma heimilistækjunum í gáminn og nú er bara að finna leið til að vera EKKI föst með sófann í dyrunum í korter eins og þegar við fluttum inn.

miðvikudagur, 3. júní 2009

Lestur


Lestur, originally uploaded by HO Myndir.

Sú eldri var í próflestri og hinni fannst rúmið hjá stóru systur vera góður staður til að koma sér fyrir með bókina sem hún var að lesa.

Mýbit


Mýbit, originally uploaded by HO Myndir.

Veðrið um hvítasunnuhelgina var alveg frábært, 25 og sól. Gallinn er reyndar sá að góða veðrinu hérna fylgir mý með tilheyrandi bitum og í þetta skiptið er það Bryndís sem hefur farið verst út úr bitunum.

þriðjudagur, 2. júní 2009

Nittelva


Nittelva, originally uploaded by HO Myndir.

Gosbrunnurinn í ánni kominn í gang.

Bátahöfnin í Rælingen


Bátahöfnin í Rælingen, originally uploaded by HO Myndir.

Það var mikil bátatraffík á ánni í góða veðrinu um helgina.

Grænt


Grænt, originally uploaded by HO Myndir.

Þetta græna gras er bæjaráin (Nittelva) ef einhverjir skyldu hafa ruglast.

Klár í slaginn


Klár í slaginn, originally uploaded by HO Myndir.

Með klukku, agat stein og verndarengil um hálsinn og þá er maður ansi vel útbúinn fyrir próf. Amk gekk henni vel :-)