Jæja, þá er vetrarfríinu lokið og ég verð að fara að bjarga mér aftur í eldhúsinu .... og rifja upp hvar pottarnir eru geymdir og hvernig uppþvottaburstinn á að snúa. Ég er nú samt bjartsýn á að þetta rifjist fljótlega upp. Svona eins og þegar maður er einu sinni búinn að læra að hjóla :-)
Bryndísi fannst eiginlega bara fínt að komast í skólann aftur, þrátt fyrir að hún sé núna farin að telja niður í páskafríið. Daman er annars búin að verja mestöllum vetrarfrístímanum utandyra í brekku-, snjóhúsa- og snjókarlagerð með Natalíu vinkonu sinni og m.a. var þessi míníkarl búinn til. Vinkonurnar eru búnar að vera með risasnjóhús úti við götuna sem þjónar sem sleðabrekka líka. Það er nefnilega búið að snjóa svo til daglega í vetrafríinu og sá sem sér um að moka fyrir blokkirnar (okkar og næstu) bætir alltaf í sömu hrúguna svo að bæði snjóhúsið og brekkan hafa stækkað dag frá degi.
mánudagur, 23. febrúar 2009
Míní
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli