Við Bryndís fengum okkur göngu í frostinu í dag. Veðrið var rosalega fallegt, það vantaði ekki ....en ÍSKALT og það borgaði sig að halda til sólarmegin á gangstéttunum. Veðurkortin segja áfram frost næstu 10 dagana amk, en litla sól og það verður að segjast eins og er að mann er nú farið að langa í smá vor.
laugardagur, 28. febrúar 2009
mánudagur, 23. febrúar 2009
Míní
Jæja, þá er vetrarfríinu lokið og ég verð að fara að bjarga mér aftur í eldhúsinu .... og rifja upp hvar pottarnir eru geymdir og hvernig uppþvottaburstinn á að snúa. Ég er nú samt bjartsýn á að þetta rifjist fljótlega upp. Svona eins og þegar maður er einu sinni búinn að læra að hjóla :-)
Bryndísi fannst eiginlega bara fínt að komast í skólann aftur, þrátt fyrir að hún sé núna farin að telja niður í páskafríið. Daman er annars búin að verja mestöllum vetrarfrístímanum utandyra í brekku-, snjóhúsa- og snjókarlagerð með Natalíu vinkonu sinni og m.a. var þessi míníkarl búinn til. Vinkonurnar eru búnar að vera með risasnjóhús úti við götuna sem þjónar sem sleðabrekka líka. Það er nefnilega búið að snjóa svo til daglega í vetrafríinu og sá sem sér um að moka fyrir blokkirnar (okkar og næstu) bætir alltaf í sömu hrúguna svo að bæði snjóhúsið og brekkan hafa stækkað dag frá degi.
laugardagur, 21. febrúar 2009
Hótel Dætur
Ég þarf ekki einu sinni að kaupa inn og bera pokana heim. Ég held ég gæti alveg vanist þessu. Vika í viðbót og ég verð orðin eins og ofdekraður Hollywood unglingur.
Ég er annars þessa dagana að setja inn efni á vefsíðu sem verður vinnutengd. Síðan verður á ensku, amk til að byrja með og ég er svona rétt að komast í gang. Ég er reyndar svolítið ryðguð í enskunni, en þetta er samt allt að koma. Svo stefni ég að því að bæta inn í íslenskri útgáfu seinna og mögulega norskri líka.
miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Nígeríusvindl ?
Hello,
I am contacting you as a result of my immediate need for a partner to cooperate with me on an inheritance issue involving the cash deposit left behind by our late client who incidentally died without reference to any next of kin.
I am writing to you so you and I will work together as partners to inherit the money and share it equally.
You have my word that we shall explore all available legal means to accomplish our aim.
I await to read from you as soon as possible.
With friendly greetings,
Dominic Jermano.Tel: +44 70457 63709.
laugardagur, 14. febrúar 2009
Draumur
Ég tók mig til í dag og lét yfir 30 ára gamlan draum rætast. Ég keypti mér gönguskíði. Gönguskíði prófaði ég fyrst sem krakki með vinkonu minni og fékk skíðin þá lánuð hjá móður hennar. Í minni fjölskyldu var hins vegar ekki skíðahefð og í þá daga voru hlutir náttúrulega ekki keyptir án þess að tilefnið væri nokkuð stórt.
Þegar kom að auknum fjárráðum bloggarans, þá voru áherslurnar orðnar aðrar og skíði því ekki efst á forgangslistanum yfir nauðsynlegustu hluti í heimi. Fyrst var það föt og djamm, svo var það nám, síðan barnabasl með tilheyrandi útgjöldum, húsnæðiskaup, húsnæðisviðgerðir, viðgerðir og síðar endurnýjun á bíl, meira nám o.s.frv og frv. Amk aldrei rétti tíminn.
Í dag ákvað ég hins vegar að láta gamla drauminn minn rætast og í tilefni af því drifum við Kolbrún okkur út á gönguskíði í æðislegu veðri. Ég ákvað að taka myndavélina með í vasann og taka sjénsinn á því að hún yrði ekki fyrir hnjaski. Það tókst (ég passaði mig bara á að detta á hina hliðina :-)) og nokkrar af myndunum fá því að fara á bloggið.
Áskorun
Það hefur verið smá púki í þeim sem ruddi brautina eftir síðustu snjókomu. Í stað þess að fara fram hjá hólnum eins og vanalega, þá fór hann beint yfir. Þetta er náttúrulega ekki nokkurt mál fyrir vant fólk, en fyrir okkur hin þá var þetta áskorun.
fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Óspillt
Þessi var tekin á mánudaginn hjá Sörensgaard og þá var ekkert búið að troða þarna niður. Veðurstofan hérna spáir frosti áfram næstu vikurnar (22 gráður í dag) þannig að við getum búist við að snjórinn haldi sér.
Bloggmálin virðast loksins vera að komast í lag aftur og skv ráðleggingum frá Flickr mönnum, þá "dílítaði" ég bloggstillingunum og setti þær svo inn aftur. það virkaði og mánudagsmyndirnar því komnar á bloggið.
þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Error
Ég fæ alltaf þessa meldingu upp ef ég reyni að blogga af flickr í dag. Fékk hana líka í gær við sumar myndir en ekki allar. Skil ekki alveg hvað er í gangi.
mánudagur, 9. febrúar 2009
Á leið í skólann
það er ekki oft sem það gefst tækifæri til að fara á gönguskíðunum í skólann, en svona lögðu vinkonurnar af stað kl 8 í morgunn í 15 gráðu frosti.
sunnudagur, 8. febrúar 2009
Mæðradagur
Hvar er minn?
Nei, minn er ekki þarna. Minn er vel geymdur inn í bílskúr hjá mútter. En nágrannarnir fengu heldur betur að skafa, moka, spóla, ýta, festa, moka meira, festa enn meira o.s.frv.
föstudagur, 6. febrúar 2009
Frost, frost, frost
miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Moskva
þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Afrakstur
Bryndís var á tómstundakvöldi í skólanum í gær og kom heim með þennan líka flotta verkfærakassa sem mun örugglega koma sér vel. Hún er nú að hugsa um að mála hann en er ekki alveg búin að ákveða hvort hún máli hann alveg eða skreyti hann með málningu. Daman var allavegana mjög ánægð með kvöldið og náði auk kassans að búa til lyklakippu og armband úr perlum.
mánudagur, 2. febrúar 2009
Á gönguskíðum
þetta eru yngsta og elsta fyrir þá sem ekki þekkja baksvipinn. Miðjan var á blakmóti inn í Osló.
Vetur
Vetrarveðrið er búið að vera svipað hjá okkur í öllum janúarmánuði, frost og logn. Og það lítur ekki út fyrir neinar breytingar þar skv langtímaspánni. Þessi mynd er tekin á svæðinu fyrir neðan Oksefjellet sem er í ca 10 mínútna göngufjarlægð heiman frá okkur. Þarna eru akrar á snjólausum dögum en um leið og snjóar nóg eru ruddar brautir fyrir gönguskíðafólk.