Ég hef ekki verið dugleg í bloggmálunum undanfarið enda er lítið gaman að eiga við heimilistölvuna núna þar sem hún er með afbrigðum dyntótt. Það er svona happa, glappa hvort lyklaborðið virki. Ég missti því miður af tölvutilboðinu um daginn, var á síðasta snúningi að panta og tilboðið rauk víst út. En það koma ný tilboð í hverri viku svo nú bíð ég eftir safaríkri bráð :-)
Ég er annars búin að vera í algjöru dekri hjá stelpunum um helgina og fékk m.a þennan flotta apa frá Bryndísi i laugardagsmorgunverð.
Í gær fór svo að kyngja niður snjó, börnum til mikillar gleði og ökumönnum ekki til alveg eins mikillar gleði. Hrund og Kolbrún fengu báðar að kynnast vegaófærðinni þar sem þær voru á blakmóti suð-austur af Osló og aksturinn til baka tók 3 klst í stað 1 1/2. Bryndís var hins vegar himinsæl út í garði að búa til snjóhús og í morgunn bættist við annað snjóhús í innkeyrslunni þegar traktor á vegum húseigandans kom til að moka.
mánudagur, 19. janúar 2009
Api
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ekki gleyma kjuklingarettinum, vofflunum og kaffinu :)
-Hrund
Skrifa ummæli